is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1881

Titill: 
  • Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um atferlismótunaraðferð sem kallast Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga. Með aðferðinni er lögð áhersla á að hver og einn einstaklingur geti einungis stjórnað sjálfum sér en ekki öðrum. Ritgerðin er lokaverkefni til BE.d prófs við Kennaraháskóla Íslands. Auk aðferðarinnar verður fjallað um rannsókn um hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur ásamt því að fjallað verður um það sem Aðalnámskrá segir um atferlismótun, samskipti heimila og skóla og forvarnarstarf sem tengist grunnskólum almennt. Markmiðið með ritgerðinni er að fræðast um aðferðina Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga, hvernig hún virkar og hvernig henni er beitt.
    Unnið var út frá bókum, greinum og vefsíðum og voru helstu niðurstöður ritgerðarinnar varðandi atferlismótunaraðferðir þær að til eru margar slíkar aðferðir. Þó virðist sem einungis fáum útvöldum sé beitt í skólum landsins. Mörg atriði virðast skipta máli og stuðla að árangursríku skólastarfi eins og samstarf heimilis og skóla, forvarnarstarf og jákvætt umhverfi.
    Lykilorð: Sjálfsagi.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 10.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Uppeldi til ábyrgdar.pdf495.83 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna