is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18813

Titill: 
  • Meðvirkni : hvað er meðvirkni í raun og veru?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meðvirkni kom fyrst til sögunnar á miðri nítjándu öld. Þá hét hún með-áfengissýki og náði yfir þau áhrif sem að alkar höfðu á maka sína. Fljótlega var tekið eftir að áhrifa áfengis gætti víðar. Þá kom nafnið para-alkóhólisti og tók til nánustu ættingja alkahólistans. 1978-1980 kom svo nafnið meðvirkni. Til að byrja með var hún skilgreind sem fylgifiskur alkahólisma og tók til áhrifa sem að áfengisfíklar höfðu á fólk í umhverfi sínu. Meðvirkni hefur svo verið útskýrð á fleiri vegu. Hún er tilkomin vegna vanvirkrar fjölskyldu í æsku, vandamála í æsku, hún er sjúkdómur, lærð hegðun, persónuleika röskun eða fíkn. Hún kemur fram í lélegu sjálfsmati, afneitun tilfinninga, óhóflegri ábyrgðartilfinningu, vandamálum við að skilja mörk, lélegri tjáningar getu, áráttu, afneitun, þunglyndi, kvíða og stressi. Ekki upplifi allir öll einkennin né að einkennin komi eins fram. Gagnrýniraddir eru þó nokkrar. Aðallega að það sé of mikil munur á kynjum og menningu, of margar skilgreiningar, of mikið notað hugtak, ekki nægjanlega skýrar skilgreiningar og of mörg mælitæki. Ástæður þess að meðvirkni komi fram og hvernig eru ekki skýrar. Aðallega hafa verið þrjár hugmyndir nefndar sem skýring á því. Sú fyrsta er að umhverfið styðji meðvirkni, önnur er, að fjölskyldan sé ákveðið kerfi sem er sett saman úr einstaklingum sem hafa mismunandi hæfni. Ef þetta kerfi virkar ekki rétt virkar einstaklingurinn ekki rétt og það skapar meðvirkni. Þriðja ástæðan er, að allir hafa mismunandi vald, bæði styrk og gerð, en valdsmunur skýri meðvirkni. Baráttan við meðvirkni kemur í skrefum. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og vilja fá hjálp. Næsta skref er að vera tilbúinn og sækjast í fræðslu. Að lokum er fenginn skilningur í sinni meðvirkni til að velja bestu og áhrifaríkustu meðferðina. Aðallega er stuðst við 12 spora kerfið en þá kemur Al-Anon, Alateen og CoDA til greina, meðferðir á stofnun en þar er SÁÁ sem standa fremstir og svo ráðgjöf og viðtöl en þá hentar Lausnin best. Niðurstöður voru þær að flestar rannsóknir og greinarbendi til að meðvirkni kæmi vegna vandamála frá æsku og viðhaldið vegna fíkn tengdri umbun heilans. Allgengasta birtingarmynd hennar er lélegt sjálfsmat en þá skilgreinir einstaklingurinn sig út frá öðrum og það kemur fram sem óhófleg ábyrgð á öðrum. Einstaklingurinn skilur ekki hugtakið mörk, ásamt því að árátuhegðun og tilfinningaleg vandamál eykst. Mikil vinna er eftir til að klára að skilgreina hugtakið. Of margt er enn ekki víst og gagnrýni of mikil

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.verkefni_Sveinbjörn_Sálfræði_Meðvirkni.pdf535.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna