is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18816

Titill: 
  • Árangursmat íslenskra þróunarverkefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig árangur þróunarstarfs er metinn hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og að hvaða leyti það samræmist alþjóðlegum viðmiðum um árangursmat. Byrjað er á að skoða sögu og orðræðu þróunaraðstoðar til að varpa ljósi á þær breytingar sem hafa orðið á þróunaraðstoð á seinustu árum. Næst er fjallað um þau alþjóðlegu viðmið og markmið sem gilda í þróunarstarfi og Ísland vinnur eftir. Í framhaldi af því er litið á hvernig starfsemi og stefna Þróunarsamvinnustofnunar Íslands samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Að lokum er gerð grein fyrir tveimur íslenskum þróunarsamvinnuverkefnum til að skoða hvernig unnið er eftir alþjóðlegum viðmiðum í reynd.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að starfsemi íslenskra þróunarsamvinnu samræmist að miklu leyti alþjóðlegum viðmiðum um árangursmat. Ísland vinnur nú að þróunarsamvinnu á heildrænni máta en áður sem er í samræmi við þróun á alþjóðlegum viðmiðum og ÞSSÍ hefur náð talsverðum árangri í starfi sínu á seinustu árum. Helsta ósamræmið í íslensku þróunarstarfi miðað við alþjóðlegar aðferðir er að verkefnanálgun hefur ávallt verið beitt í íslensku þróunarstarfi en flestar alþjóðlegar þróunarsamvinnustofnanir beita geiranálgun. Hægt er að sýna fram á árangur verkefna með hlutlæg markmið með tölulegum upplýsingum. Þegar þetta er gert er skýrt hversu mikill árangur næst fyrir þá fjármuni sem fóru í verkefnið. Hins vegar þarf að sýna árangur verkefna með huglægari markmið, eins og að auka þekkingu, á annan hátt. Árangur verkefna með huglæg markmið er því ekki jafn auðmælanlegur og árangur verkefna með hlutlæg markmið

  • Útdráttur er á ensku

    This essay explores how the development aid of the Icelandic International Development Agency is evaluated and how it is compared to international evaluation criteria. First, the history and discourse of development aid are discussed to shed a light on the changes that have happened in international development in the past years. Then, the international goals and criteria of development aid that Iceland follows are considered. Following that, the function and policy of the Icelandic International Development Agency are compared to the international goals of development aid. Finally, two Icelandic development projects are discussed to see how Iceland follows international criteria in practice.
    The main findings of the essay are that Icelandic development aid is evaluated in accordance with international evaluation criteria. Icelandic development aid now works in a more holistic way in accordance with the evolution of international development goals, and Iceland has had considerable results in delivering development aid over the past years. The biggest difference with Icelandic development aid is that Iceland has always used a project-based approach but most international development agencies use a sector approach. Development projects with objective goals are able to use statistical information to evaluate them. By doing this, it is clear how much success is achieved considering the contributions that were made. On the other hand development projects with conceptual goals, like that of increasing knowledge, have to be evaluated in a different way. The success of projects with objective goals are easier to measure than the success of projects with conceptual goals.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð.Yfirfarin.pdf524.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna