is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18826

Titill: 
  • Íslenskir tónlistarskólar : hver er stefnan?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu tónlistarskóla á Íslandi í dag og hún borin saman við Aðalnámskrá tónlistarskóla, stefnu Félags tónlistarskólakennara, bandarískar hugmyndir um hlutverk, áherslur og markmið tónlistarnáms og þær hugmyndir sem uppi eru um hvernig efla megi skólastjórnendur. Einnig verður borin saman staða íslenskra tónlistarkennara við þær hugmyndir sem uppi eru um undirbúning kennara á nýrri öld. Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla og sá fyrsti, Aðalnámskrá tónlistarskóla, fjallar um hlutverk aðalnamskrárinnar og tónlistarskóla á Íslandi sem og meginmarkmið tónlistarskólanna, sem skiptast í uppeldisleg markmið, leikni- og skilningsmarkmið og samfélagsleg markmið. Annar kafli, Skólastefna Félags tónlistarskólakennara, er um nýja stefnu félagsins en hún byggir á nýjum hugmyndum um menntun 21. aldarinnar. Þriðji kaflinn segir frá stöðu íslenskra tónlistarskóla og samvinnu tónlistarmanna við skóla út frá skýrslu sem gerð var eftir rannsókn á list- og menningarfræðslu á Íslandi. Í kaflanum er meðal annars vikið að tónleikahaldi og færni nemenda, aðgengi og mati í tónlistarskólum og tónlistarkennurum. Fjórði og síðasti kaflinn fjallar um bandarískar hugmyndir um hvernig tónlistarskólar framtíðarinnar ættu að vera og hvernig hægt sé að undirbúa tónlistarkennara fyrir kennslu sem og hvernig efla ætti tónlistarskólastjóra. Í lok ritgerðarinnar eru settar fram hugmyndir um hvernig bæta megi tónlistarskóla í samræmi við þær stefnur og hugmyndir sem eru við lýði í samfélaginu í dag.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenskir tónlistarskólar- hver er stefnan?.pdf254.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna