is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1883

Titill: 
  • Mystik : námsspil í dönsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er lýsing á námsspili sem ég hef hannað og búið til frá grunni og er ætlað sem námsgagn í dönskukennslu. Einnig er hér að finna kennslufræði sem tengist námsspilum sem og mikilvægi notkunar færniþáttanna fjögurra í tungumálanámi. Orðaforði og markmið spilsins eru unnin útfrá Aðalnámskrá grunnskóla sem kom út árið 2007. Orðaforða var safnað saman útfrá námsefni, nánar tiltekið kaflanum Mystik, úr Tænk, eftir Ernu Jessen og Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur, einu tölublaði af Børneavisen og einnig hugmyndum frá sjálfri mér. Hugmyndafræði spilsins kemur úr öllum áttum, þar á meðal það sem ég hef lært í gegnum mína skólagöngu og lífið sjálft. Spilið er einnig byggt á gildi spila í kennslu, kenningum fræðimanna og mikilvægi þess að námsefni sem notað er í kennslustofum sé fjölbreytt og árangursríkt.
    Námsspil er hægt að nýta á fjölbreyttan og áhrifaríkan máta. Mikilvægt er að kennari nýti sér þá þætti sem sýnt hefur verið fram á að beri góðan árangur og séu þar að auki skemmtileg tilbreyting fyrir nemendur. Aldur nemenda, þroski og áhugi þeirra á viðfangsefnum í skólastofunni, er mikilvægt að huga að þegar kemur að því að velja námsefni. Nýting spilsins er margþætt og taldi ég mikilvægt að blanda færniþáttunum inn í kennsluhugmyndir þess, þar sem þeir skipta miklu máli þegar kemur að því að læra tungumál.
    Markmið spilsins er meðal annars að nemendur æfi sig í tileinkun orðaforða á ákveðnu efni með mismunandi aðferðum. Það er því hægt að nota það á marga vegu og ætlunin er sú að fá nemendur til þess að líta upp úr bókunum og vinna með orðaforðann á annan hátt og hafa gagn og gaman af því í leiðinni. Spilið á einnig að gefa nemendum tækifæri til að vinna með tungumálið, þ.e. dönskuna, á annan hátt og að mínu mati er fátt annað árangursríkari lærdómur en að leika sér og læra í leiðinni. Ef nemandi skemmtir sér við lærdóminn tel ég að það hafi þau áhrif að hann muni frekar það sem hann er að læra og það hafði ég að leiðarljósi við gerð spilsins. Það var einnig markmið mitt að geta komið til móts við hóp einstaklinga, misjafna að getu, sem gætu unnið með miserfið viðfangsefni og gætu því fundið sinn stað í náminu án þess að finnast þeir minnimáttar gagnvart bekkjarfélögum sem eru lengra komnir.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 11.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf345.4 kBLokaðurGreinargerðPDF
Bæklingur.pdf204.09 kBLokaðurLeiðbeiningabæklingurPDF