is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18830

Titill: 
 • Fjölskylduhjúkrun: Hvað má betur fara?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Heimildarsamantekt þessi er lokaverkefni til BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða fjölskylduhjúkrun, hvernig henni er beitt af hjúkrunarfræðingum og upplifun ættingja langveikra á því að fá fjölskylduhjúkrun. Við veltum því fyrir okkur hver áhrifaríkasta leiðin er til að hjúkra allri fjölskyldunni. Rannsóknarspurningar sem hafðar voru til hliðsjónar í samantektinni: Hvernig er fjölskylduhjúkrun veitt af hjúkrunarfræðingum inn á deildum sem langveikir sjúklingar liggja inn á? Hvaða þættir eru mikilvægir til að hjálpa ættingjum í gegnum erfitt veikindaferli? Hvaða hindranir eru sem koma í veg fyrir að henni sé beitt?
  Aðferðarfræði: Gögnum var safnað saman úr gagnagrunnum rafrænt. Notuð voru leitarorð sem voru chronic illness, fjölskylduhjúkrun (family nursing), samskipti, fræðsla, fjölskylduviðtal, Calgary líkanið, stuðningur, krónísk veikindi og fjölskylda. Notaðar voru 53 heimildir, rannsóknir og tímaritsgreinar úr þekktum hjúkrunarfræðitímaritum til að fræðast um efnið sem er tilekið hér fyrir ofan. Einnig var notast við bækur sem fjölluðu um fjölskylduhjúkrun.Til að dýpka skilning okkar á hvernig fjölskylduhjúkrun var veitt voru tekin viðtöl við tvo langveika einstaklinga og fjölskyldur þeirra og reynt að fá upplifun þeirra á því að fá fjölskylduhjúkrun. Einnig voru tekin viðtöl við þrjá hjúkrunarfræðinga sem höfðu reynslu af því að veita fjölskylduhjúkrun í starfi.
  Niðurstöður: Í viðtölum sem tekin voru við fjölskyldumeðlimi tjáðu þeir sig um mikilvægi þess að hafa fjölskyldufundi oftar og fá að vera með í umönnun þess veika. Hjúkrunarfræðingarnir sem talað var við ræddu einnig mikilvægi þess að veita fjölskylduhjúkrun, sögðu að hún væri tímasparandi og hjálpaði ættingjum til þess að líða betur. Það að setjast niður með fjölskyldumeðlimum og taka við þá stutt viðtal, veita þeim upplýsingar, fá þau til að segja frá sinni líðan, leyfa þeim að spyrja að því sem óvissa væri með og taka niður mikilvægar upplýsingar í leiðinni, skiptir miklu máli. Með þessu er verið að mynda meðferðarsamband og skapa grundvöll til að ná fram breytingum. Enn sem komið er vantar hins vegar að innleiða fjölskylduhjúkrun enn frekar inn á deildir sjúkrahúsa á Íslandi. Heimildirnar sem notaðar voru í þessari heimildasamantekt undirstrikuðu líka mikilvægi þess að veita fjölskylduhjúkrun, bjóða upp á fjölskylduviðtal og að hafa ættingja með í hjúkrun síns nánasta.
  Ályktun: Mikilvægt er að fjölskyldan öll fái hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar geta boðið fjölskyldumeðlimum upp á viðtal þar sem þau geta sagt frá hvernig þeim líður, fá upplýsingar og fá spurningum sínum svarað.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This literature review is a graduating thesis for a B.S. degree in nursing from the University of Akureyri. The purpose of this dissertation is family nursing and its use in practice of nurses. Have the family involved in the nursing process, have a positive and constructive information. Interviews with the family could be more often on the ward the individual and his family on the overlay. Although family nursing has been implemented in wards it apparently has not been used yet by nurses in all wards.
  Methodology: Data search of articles in association with family nursing. Interviews were conducted with three nurses that all had the experience of using family nursing in their practice and also were interviews with two individuals and their families experiences towards family nursing they received.
  Results: In the interviews that were taken with the two individuals and their family members they all discussed that having nurse/family meetings more often as a beneficial factor. Moreover, they wanted to be more involved in taking care of their loved ones. Nurse that were interviewed said that the family nursing saved time and helped family members to feel better. Sitting down with them, offering them a meeting or a short interview all together so they could express their feelings, concerns and could have opportunity's to ask questions. It is also important that nurses answer questions that family members could have and had not been answered. In the meantime nurses are taking notes and gathering important information about the family and it is individual activities. During the interviews, the nurses are forming a relationship with the family members and assist them to solve problems. Still though, there is some serious lack of family nursing being practised in Icelandic hospital wards that may help in the family illness. The data and the researches we used in this graduating thesis underlined the importance of family interviews, offering family interviews and giving the family members a role in nursing their loved one.
  Resolution: It is important that all family members receive nursing, nursing can offer relatives interview where they can express their feelings, get information and get their questions answered.
  Keyword used. Family nursing, information, education, family interview, support, Calgary model, chronic illness.

Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_Fjolskydluhjukrun.pdf740.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna