Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18832
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða streitu í hjúkrunarfræðinámi og hversu mikil áhrif hún gæti haft á líf nemenda. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla þriðja árs hjúkrunarfræðinema af streitu í hjúkrunarfræðinámi? Gerð var eigindleg rannsókn með sjálfboðaliðaúrtaki og þemu greind í fjögur meginþemu: upplifun á streituvöldum, upplifun af streitueinkennum, upplifun á námi og bjargráð. Einkennandi var hversu mikil streita fylgdi hjúkrunarfræðináminu og upplifðu viðmælendur bæði líkamlega og andlega vanlíðan sem tengdist miklu álagi, t.d. ógleði og oföndun. Streitan var ekki eingöngu tengd við bóklegt eða klínískt nám heldur hélst yfir námið í heild sinni. Viðmót, stuðningur, skipulag og raunsæjar kröfur eru mikilvægir til að nemendur telji námið vera hvetjandi og til framdráttar. Hjúkrunarfræðin tekur nú miklum breytingum til að koma til móts við ört stækkandi og breytilegan sjúklingahóp. Þá vaknar spurningin um hvers vegna starfsaldur hjúkrunarfræðinga sé eins stuttur og raun ber vitni, og var því ákveðið að rannsaka hvort námið hefði einhver áhrif þar á. Streita er vel þekkt fyrirbæri í þjóðfélaginu og sýnt hefur verið fram á að hún er mikil á meðal hjúkrunarfræðinema. Hún þarf þó ekki í öllum tilfellum að vera neikvæð, heldur geta jákvæðar hliðar hennar aukið afköst einstaklinga. Streitustig hjúkrunarnema er hátt og getur valdið bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan. Ýmis úrræði eru í boði til að minnka streituáhrif á nemendur. Sjálfsumönnun og að tileinka sér úrræði sem virka fyrir hvern og einn einstakling er mikilvægt og hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa það hugfast að setja sjálfa sig í fyrsta sæti til að geta veitt framúrskarandi hjúkrun.
Lykilhugtök: Streita, hjúkrunarnám, kvíði, hjúkrunarfræðinemi og sjálfsumönnun.
The objective of this research was to investigate stress levels of nursing students and how much it affected their lives. The research question was: What is the experience of third year nursing students of stress in their studies ? A qualitative research was performed with a sample from a number of volunteering individuals. In this study there were four main themes distinguished: cause of stress, the symptoms of stress, the experience of the studies and how people cope with stress. The main findings were how stressed nursing students felt and that they experienced both physical discomfort and dysphoric symptoms that can be linked to high work load, such as nauseousness and hyperventilation. The stress was not only the effect of the theoretical or the clinical part of the study, but stayed constant throughout the whole study program. A friendly attitude, support, organization and pragmatic requirements are very important things for students to experience the study as both motivating and useful. Health care is constantly changing to meet the needs of rapidly growing and alternating groups of patients. One might wonder why the tenure of nurses is so short, and therefore it was decided to research whether the study itself plays a part in that fact. Stress is a well known phenomenon in all professions, however research suggests that stress levels among nurses are relatively high. Stress is not necessarily a negative thing, but can also result in positive attributes, such as increased work efficiency of individuals. There are various ways to lower the effects of stress on students. Self care and finding remedies that work for each and every individual is important and nurses need to take good care of themselves to be able to offer exceptional nursing.
Key words: Stress, nursing school, anxiety, nursing student, self care.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hver er reynsla þriðja árs hjúkrunarfræðinema af streitu í hjúkrunarfræðinámi.pdf | 1.39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |