is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18833

Titill: 
  • "Ég er frjálsari manneskja með aukna þekkingu og aukinn skilning" :aðstandendafræðsla, endurhæfingar, LR., ávinningur – Áhrif - Notagildi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að greinast með geðrofssjúkóm er mikið áfall fyrir einstaklinginn sjálfan sem og fjölskyldu hans. Fjölskyldan hefur ekki þá þekkingu og færni sem til þarf að annast hinn veika í upphafi veikinda og upplifir hún því streitu og óvissu. Fræðsluþarfir fjölskyldna eru miklar og því er mikilvægt að veita þeim sérhæfða fræðslu.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig aðstandendur einstaklinga með geðrofssjúkdóm upplifa sérhæfða fræðslu sem veitt var á Endurhæfingu-LR. Það er sérhæfð endurhæfingargeðdeild fyrir unga einstaklinga með geðrofssjúkdóma. Rannsakendur leituðust eftir að skoða hver ávinningur fræðslunnar væri og hvort þekking aðstandenda hefði aukist. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem notast var við fyrirbærafræði Vancouver-skólans við gagnaúrvinnslu. Tekin voru viðtöl við sex aðstandendur einstaklinga með geðrofssjúkdóm sem höfðu lokið sérhæfðu fræðslunámskeiði á vegum Endurhæfingu – LR. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að fræðslan hafði mikinn ávinning. Fræðslan efldi þekkingu þátttakenda og jók skilning þeirra gagnvart sjúkdómnum og meðferð hans. Augljóslega kom fram meðal þátttakenda mikilvægi á auknum skilningi á gagnsemi lyfjagjafa og meðferðaheldni því tengt. Einnig öðluðust þeir aukinn skilning á gagnsemi endurhæfingar sem nauðsynlegum þætti í bataferlinu. Aukin þekking hafði áhrif á tilfinningalega vellíðan þar sem þátttakendur upplifðu aukið öryggi við að aðstoða hinn veika og að eiga samskipti við hann. Aukið öryggi veitti styrk, vilja og von og þar með markvissari stuðning í bataferlinu. Þátttakendur öðluðust á námskeiðinu aukna þekkingu um nýjar leiðir að uppbyggilegum samskiptum við hinn veika. Aðstandendur einangrast oft á tíðum en aukin þekking stuðlar að þvi að koma í veg fyrir slíkt þar sem þeir lærðu nýjar leiðir að upplýsa og fræða nærumhverfið sitt.
    Rannsakendur álykta að sérhæfð fræðsla er einn af mikilvægum þáttum í meðferðarúrræðum fyrir einstaklinga með geðrofssjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Því telja rannsakendur að innleiða þurfi slíka fræðslu almennt innan geðheilbrigðisþjónustunnar og þróa hana sem sérhæft úrræði til framtíðar.
    Lykilhugtök: Geðrofssjúkdómur, fjölskylduhjúkrun, fræðsla og aðstandendur.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf1.85 MBOpinnPDFSkoða/Opna