is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18838

Titill: 
  • "Sá svali" : um áhrif jazztónlistar á lífsstíl og skrif Jacks Kerouac
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um ævi bandaríska rithöfundarins Jacks Kerouac og hvernig til þess kom að jazztónlist varð honum svo mikill innblástur sem raun ber vitni. Tónlistin var ekki einungis stór hluti af ímynd Jacks heldur hafði hún einnig bein áhrif á ritunaraðferð hans sem birtist í svokölluðum spunastíl. Sá stíll er viðeigandi í tilviki Jacks því eitt helsta umfjöllunarefni bóka hans eru óreiða og hömluleysi ungs fólks á árunum eftir heimstyrjöldina síðari. Í tónlistinni skynjaði hann uppreisnaranda, einkum í beboptónlist, sem svipaði til þeirrar uppreisnar sem átti sér stað í samfélagi þess tíma sem undirlagt var af fordómum og ótta. Sú staðreynd að Jack var ekki tónlistarmaður er áhugaverð og mætti frekar kalla hann grúppíu (e. groupie). Hann hafði ekki mikla þekkingu á formi jazztónlistar og uppbyggingu auk þess sem hann átti til að þylja upp rangar staðreyndir um jazzsöguna í bókum sínum. Það var ímynd og andi jazztónlistar sem höfðaði til hans frekar en fræðin og sagan á bakvið hana. Í gegnum tónlistarsöguna hafa tónverk verið samin sem innblásin eru, eða að öllu leyti byggð á skáldsögum. Í tilviki Jacks snýst þetta við, sem kann að vera öllu sjaldgæfara. Tónlistin er drifkrafturinn og það afl sem heldur persónum bóka hans á hreyfingu, dag og nótt. Þessi blanda listforma sem og jazzinnblásinn lífstíll Jacks átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á komandi kynslóðir, ekki síst marga lykilmenn í bandarískri tónlistarsögu á síðari hluta tuttugustu aldar.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_SigurdurIngi (1).pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna