is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18839

Titill: 
 • Líf sem vert er að lifa : reynsla aðstandenda af persónumiðaðri umönnun aldraðra ástvina
  á Lögmannshlíð
 • Titill er á ensku Life worth living : immediate family members‘ experiences of person-centered care of loved ones in the nursing home Lögmannshlíð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Persónumiðuð nálgun er talin lykilþáttur í gæðaumönnun á hjúkrunarheimilum. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvernig aðstandendur skilgreina persónumiðaða umönnun á hjúkrunarheimilum og hins vegar að kanna reynslu þeirra af slíkri umönnun ástvina sinna á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Rannsóknin var eigindleg og notast var við rannsóknaraðferð Vancouver skólans í fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við átta aðstandendur, tvö viðtöl við hvern eða samtals 16 viðtöl, og viðtölin svo greind í þemu. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar.
  Í niðurstöðunum komu fram tvö aðalþemu, eitt fyrir skilgreiningu aðstandenda á draumhjúkrunarheimilinu og annað fyrir reynslu þeirra af Lögmannshlíð. Fyrra aðalþemað sem við fundum var: Mikilvægt að einstaklingsbundnar þarfir séu virtar. Það skiptist svo í fjögur meginþemu: Virðing, mannleg samskipti, tengsl og virkni; líkamlegum þörfum mætt; umhverfi; stöðug og næg mönnun.
  Seinna aðalþemað sem við fundum var: Persónulegt, heimilislegt umhverfi þar sem lögð er áhersla á heildræna umönnun og virkni. Það skiptist í tvö meginþemu innra umhverfi, sem fól í sér þætti sem snéru að íbúum, aðstandendum, starfsfólki og samskiptum og samspili þar á milli, og ytra umhverfi, sem fól í sér húsnæðið, umhverfið utandyra og mönnun.
  Helstu niðurstöðurnar voru þær að aðstandendur voru í heildina mjög ánægðir með það starf sem unnið er á Lögmannshlíð og komst það nokkuð nálægt skilgreiningu þeirra á draumaheimilinu. Sérstaklega var greinilegt hversu ánægð þau voru með starfsfólkið og þeirra starf en aðstandendur bentu á að starfsfólkið hefði alltof mikið að gera og því þyrfti að auka við mönnunina. Í ljós kom að ekki hafði verið skrifuð niður lífssaga íbúanna og fannst mörgum vanta reglulegri fjölskyldufundi en sumir höfðu aldrei fengið slíkan fund. Einnig komu í ljós ýmis smáatriði sem skorti í umönnun til þess að gera hana persónumiðaðri og virtist það skrifast að mestu leyti á tímaskort vegna of lítillar mönnunar.
  Við ályktum að persónumiðuð umönnun á Lögmannshlíð sé í heildina ágætlega útfærð. Það eru þó ýmsir þættir sem betur mættu fara sem hægt væri að laga með litlum tilkostnaði og fyrirhöfn, en þeir þættir myndu breyta miklu fyrir gæði umönnunar. Mönnun var sá þáttur sem virtist hafa hvað mest áhrif á umönnunina og er kannski flóknast að bæta úr, því það krefst aukningu á stöðugildum sem felur í sér aukinn kostnað, en er að okkar mati nauðsynlegt að bæta úr.
  Lykilhugtök: aðstandandi, aldraðir, fyrirbærafræði, hjúkrunarheimili og persónumiðuð umönnun.

 • Útdráttur er á ensku

  Person-centered care is considered a key factor in high quality care in nursing homes. The purpose of this study was firstly to explore family members‘ definitions of person-centered care in their ideal nursing home and secondly to explore their experience of person-centered care of loved ones, in the nursing home Lögmannshlíð. The research was qualitative and was based on the Vancouver School of Doing Phenomenology. Eight family members were interviewed, two times each, resulting in 16 interviewes that were then divided into themes. There were two main research questions.
  Two core themes emerged from the results, one from the family members‘ definition of their ideal nursing home and the other from their experience of person-centered care in Lögmannshlíð.The first core theme was: The importance of individual needs being respected. It was then divided into four main themes: Respect, human interaction, connections and activity; physical needs being met; environment; constant and sufficient staffing. The second core theme was: Personal, homey environment where holistic care and activity is emphasised. It was divided into two main themes: Inner environment, which included factors that regarded residents, close relatives, staff and communication and interaction between them, and outer environment, which included housing, outdoor environment and staffing levels.
  The main results showed that the family members were, as a whole, very pleased with the service and care provided at Lögmannshlíð, which came quite close to their definition of the ideal nursing home. It was especially evident how content they were with the staff at Lögmannshlíð and all their work, but they pointed out that they were often overworked and it was necessary to increase staffing levels.
  Results indicated that no life story had been written for any of the loved ones of the family members who participated in the study. Some wanted family meetings on a more regular basis and others had never had such a meeting at all. Results also indicated various details that were missing from care but were important to make it more person-centered. It seemed that the reason for this was, for the most part, insufficient staffing levels.
  Our conclusion is that person-centered care in Lögmannshlíð is well executed as a whole. There are however various factors that could be improved with minimum cost and some effort, but those factors would make a difference for the quality of care. Staffing levels were the factor that seemed to have most impact on the quality of care and is maybe the most complex factor to improve, because it requires an increase in work positions, which in turn leads to more cost. In our opinion it is, however, very important to increase staffing in order to deliver a more person-centered care.
  Key terms: family, elderly, phenomenology, nursing homes and person-centered care.

Athugasemdir: 
 • Læst til 15.5.2016
Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Líf sem vert er að lifa.pdf2.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf256.6 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf1.7 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit..pdf58.92 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna