is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18843

Titill: 
 • Taktu þátt : tónlist og taktur í starfi iðjuþjálfa með börnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur þess er að skoða hvernig tónlist hefur verið notuð með börnum og einnig hverjir möguleikarnir eru á notkun hennar til að hafa jákvæð áhrif á þátttöku barna og iðju þeirra. Þær rannsóknarspurningar sem leiða verkefnið eru eftirfarandi: 1) Hefur tónlist eflandi áhrif á iðju og þátttöku barna á aldrinum 4-13 ára og þá með hvaða hætti? 2) Hvernig geta iðjuþjálfar nýtt tónlist til eflingar á færni við iðju og þátttöku barna á aldrinum 4-8 ára? Fyrri spurningunni er svarað með heimildasamantekt og þeirri síðari með nýsköpun. Sú hugmyndafræði sem verkefnið byggir á er kanadíska hugmyndafræðin ásamt þroskakenningum. Heimildasamantektin leiddi í ljós að iðjuþjálfar nota tónlist hvorki mikið né markvisst í starfi sínu. Þó hefur verið sýnt fram á að möguleikarnir séu miklir. Einnig kom fram að tónlist hefur áhrif á ýmsa þætti sem viðkoma færni barna og þátttöku þeirra í daglegu lífi, s.s. a) verkir, b) hreyfingar, c) tilfinningar og hegðun d) hugarstarf og e) tjáning og samskipti. Má því segja að tónlist sé hægt að nýta í meira mæli innan iðjuþjálfunar vegna þeirra margvíslegu áhrifa sem hún getur haft. Niðurstöður heimildasamantektar var nýtt til nýsköpunar sem er þríþætt. Í fyrsta lagi var námskeiðið „Leikur með tónlist“ í þeim tilgangi að gera tónlist aðgengilegri fyrir iðjuþjálfa og gera þeim kleift að nota hana á einfaldan hátt í starfi sínu. Í öðru lagi var hönnuð fræðsla þar sem notkun og notagildi námskeiðsins er kynnt fyrir iðjuþjálfum og í þriðja lagi var sett upp hugmynd af smáforriti (app) sem ætlað er til notkunar samhliða námskeiðinu.
  Lykilhugtök: Tónlist, iðjuþjálfun, þátttaka, efling iðju. 

 • Útdráttur er á ensku

  Feel the rhythm: Music and rhythm in occupational therapy for children. This project is a literature review with proposed innovative educational material. It´s purpose is to study in which ways music has been used with children and the possibilities music offers to have positive impact on children´s participation and enabling their occupational functioning. The research questions that lead this project are: 1) Can music enable participation and occupational funtioning of children aged 4-13, if so how? 2) In what ways can occupational therapists use music to enble participation and occupational funtioning of children aged 4-8? The first research question is answered with a literature review and the second one with an innovation. This project is based on the theoretical background of the Canadian theories of occupational therapy and various developmental theories. The literature review indicates that the use of music within occupational therapy is limited and not very specific in spite of numerous possibilities of it´s usage. Research has also shown that music effects many factors that influences childrens functioning and participation in daily life, such as: a) pain, b) movement, c) emotions and behavior, d) cognition and e) communication skills. Within the professional field of occupational therapy music can be used to a higher degree because of the impact it can have. The review was used to make an innovation which is threefold. Firstly a seminar “Play with music” was developed for the purpose of making use of music simple and accessible to occupational therapists. Secondly educational material was made to increase occupational therapists knowledge about the multiple effects music can have on children´s everyday life. It also explains how the seminar is used. Thirdly an idea for an application for smartphones and tablets is introduced.
  Key concepts: Music, occupational therapy, participation, enhancing occupation.

Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Taktu þátt niður að fylgiskjölum.pdf437.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefnið Lísbet og Jóhanna pdf 2.pdf21.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna