is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18844

Titill: 
 • Að leggja árar í bát : starfslokaferli íslenskra sjómanna
 • Titill er á ensku Icelandic fishermen´s retirement process
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Starfslok eru ein stærsta breytingin í lífi fólks og krefjast þau endurskipulagningar á lífi viðkomandi. Breytingarnar sem sjómenn ganga í gegnum við starflok eru oft meiri en hjá öðrum vegna eðlis vinnu þeirra. Þeir dvelja löngum stundum fjarri fjölskyldu sinni og hafa síður möguleika á að sinna heimilislífi, tómstundaiðju og félagslífi. Sjómenn eiga í raun tvö heimili, eitt í landi og annað á sjó, þar sem þeir eru í nánu samneyti við skipsfélaga sína, oft vikum saman og má segja að þeir séu í raun að yfirgefa það heimili við starfslok. Við 60 ára aldur eiga sjómenn kost á því að fara á eftirlaun þar sem vinna þeirra er erfið og slítandi. Þótt sjómennskan hafi verið einn af megin atvinnuvegum Íslendinga hefur starfslokaferli sjómanna lítið verið rannsakað. Með þekkingu um hvernig starfslokaferli sjómanna er háttað má e.t.v. auka undirbúning þeirra til að auðvelda þeim að aðlagast breytingunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um starf íslenskra sjómanna, starfalokaferli þeirra og þær breytingar sem verða á þátttöku þeirra eftir að störfum á sjó lýkur. Eftirfarandi rannsóknarspurningar leiddu rannsóknina: (1) Hvernig er starfi íslenskra sjómanna háttað? (2) Hvernig er fyrirkomulag starfslokaferlis íslenskra sjómanna? (3) Hvaða breytingar verða á þátttöku sjómanna í heimilislífi, tómstundaiðju og félagslífi eftir að þeir hætta störfum á sjó?
  Svarendur rannsóknarinnar voru 37 fyrrum sjómenn á aldrinum 60 til 82 ára. Þeir voru valdir með tveimur úrtaksgerðum, slembiúrtaki og hentugleikaúrtaki, og var spurningalisti lagður fyrir þá símleiðis. Við úrvinnslu gagna var tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS, 17. útgáfa) notað og voru niðurstöðurnar settar fram með lýsandi tölfræði. Helstu niðurstöður voru birtar á myndrænan hátt eða í tíðnitöflum. Svarendur störfuðu mislengi á sjó eða að jafnaði 44 ár. Áhugi á sjómennskunni var algengasta ástæða þess að þeir hófu störf á sjó. Stærstur hluti sjómannanna gegndi hlutverki skipstjóra lengst af. Rúmur helmingur svarenda líkaði sjómennskan mjög vel en það sem sjómönnunum líkaði best við sjómennskuna voru launin en síst fjarveran frá fjölskyldunni. Mislangur tími var liðin frá starflokum svarenda og voru flestir þeirra sáttir við starfslok sín þrátt fyrir lítinn undirbúning. Þátttaka þeirra í viðfangsefnum innan heimilisins jókst til muna eftir starfslok en ekki er sömu sögu að segja um þátttöku í tómstundaiðju og félagslífi.
  Lykilhugtök: starfslokaferli, sjómenn, heimilislíf, félagslíf, tómstundaiðja.

 • Útdráttur er á ensku

  The transition to retirement is one of the most challenging aspects of aging for many older adults and demands the person to reorganize their own life. The transition is also enormous for Icelandic fishermen, since they spend long periods away from home and have less possibilities to take part in family life, leisure activities and social life. Actually, fishermen live two lives, one at home and the other at sea in close proximity with their shipmates and often under harsh conditions. Icelandic fishermen can choose retirement when reaching the age of 60 years. The reason behind this has to do with the physically demanding nature of their work. Despite the fact that fishery is the main industry in Iceland, only one Icelandic study have focused on fishermen ´s retirement process. The aim of this study was to explore fishermen´s retirement processes, its antecedents and adjustment. Three research questions were posed: (1) how is the fisherman´s work characterized? (2) how is the Icelandic fishermen’s retirement process arranged? (3) what changes took place in the areas of family life, leisure activities and social life following the fishermen´s retirement?
  To answer these questions quantitative methods were utilized, where data was gathered using telephone survey. Respondents were chosen through two types of samples, random and convenience. They were 37 retired fishermen between the ages of 60 and 82 years old. The data was analyzed using the computer software Statistical Package for the Social Sciences (SPSS, 17. edition) and descriptive statistics was used to describe the results in pictorial and statistical data formats. The results revealed that a significant number were in the position of ship´s captain most of their seamanship. The mean career length was 44 years and the main reason for choosing this profession was interest in a fisherman´s life. More than half of the respondents liked working at sea and what they liked the most was the good salary. Being away from family was cited as the worst aspect of a fisherman´s life. Eleven years was the average time that the respondents had been retired from sea. Most were satisfied with the retirement process even though they had little preparation for it. The respondents found their activities within the family sphere increased significantly after they retired, although, contrary to expectations, such as participation in leisure and social activities, increased to an insignificant degree.
  Keywords: fishermen, retirement process, social life, leisure activity.

Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að leggja árar í bát - starflokaferli íslenskra sjómanna. - Lokaútgáfa..pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsíða - að leggja árar í bát.pdf506.08 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna