is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18846

Titill: 
  • "Maður þurfti auðvitað að læra allt upp á nýtt" : breytingar á daglegu lífi í kjölfar mænuskaða
  • Titill er á ensku “Of course you had to learn everything from the beginning.” Changes in daily life after spinal cord injury.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mænuskaði er afdrifaríkur atburður sem hefur veigamikil áhrif á líf fólks og breytir stefnu þess á augabragði. Færni til að takast á við daglegar athafnir er ekki sú sama og áður og þarf fólk að tileinka sér nýjar aðferðir við framkvæmd verka. Í kjölfarið fer umhverfið að skipta mun meira máli, hlutir, samfélagshópar, rými og viðfangsefni í samfélaginu ásamt efnahag, menningu og stjórnarfari eru allt þættir sem ýmist ýta undir eða draga úr þátttöku fólks með mænuskaða. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun fólks, sem hlotið hefur mænuskaða, af þeim breytingum sem verða á þátttöku í iðju, við skaðann og hvernig þeir brugðust við því. Eftirfarandi spurningar voru settar fram: (1) Hvaða breytingar upplifa einstaklingar á daglegu lífi í kjölfar mænuskaða? og (2) Hvernig takast þeir á við breytingarnar? Til að svara spurningunum varð eigindleg viðtalsrannsókn fyrir valinu og notast var við viðtalsramma Iðjusögu sem er matstæki byggt á Líkaninu um iðju mannsins (MOHO), en sú hugmyndafræði stýrði rannsókninni. Auglýst var eftir þátttakendum meðal félagsmanna Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) og gerðust sex félagsmenn þátttakendur í rannsókninni. Viðtöl voru tekin við fjóra karlmenn og tvær konur, á aldrinum 24-50 ára, sem höfðu alskaða frá hryggjarlið C6 eða neðar og slösuðust fyrir a.m.k. þremur árum. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt og síðan þemagreind. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ráðstöfun tíma og orku var breytt og þörf var á nýjum aðferðum til að takast á við dagleg verk vegna skertrar færni. Hlutverk þátttakenda tóku líka breytingum þar sem viðfangsefni sumra hlutverka þurfti að aðlaga að breyttri færni og öðrum gátu þeir ekki lengur gegnt vegna þess að þeir réðu ekki við þau. Þá tóku sumir að sér ný hlutverk s.s. að berjast fyrir réttindamálum fatlaðra. Ýmsir umhverfisþættir höfðu áhrif á þátttöku viðmælenda í daglegu lífi og ýttu ýmist undir eða takmörkuðu hana. Mikilvægt var fyrir þátttakendur að fá stuðning og hvatningu frá fjölskyldum og vinum en há þrep, þröng rými og torfær náttúra eru dæmi um hindranir sem þátttakendur upplifðu. Hugarfar hafði mikið að segja um hvernig viðmælendum gekk að takast á við breytingar sem fylgdu mænuskaðanum. Jákvæðni og bjartsýni einkenndu suma en aðrir áttu erfiðara með að fóta sig í lífinu og sætta sig við hlutskipti sitt. Flestir höfðu það viðhorf að horfa ekki á vandana heldur tækifæri sem buðust.

  • Útdráttur er á ensku

    Spinal cord injury (SCI) is a catastrophic event that can change people’s lives in a split second. Skills needed to cope with daily activities have changed and people need to adapt new ways of performance. Environment, such as social groups, spaces and social issues, as well as economics, culture and policies affect an individual‘s occupational life. It is therefore of an utmost importance for the participation of people with SCI that these factors are promoting their partaking in society rather than constraining it. The purpose of this study was to gain understanding of changes that occurred in occupational participation following an accident, from the experience and perspective of people with SCI. The following questions were put forward: (1) How did daily life change following a SCI? and (2) How do the participants cope with these changes? The method was qualitative with semi-structured interviews from The Occupational Performance History Interview (OPHI-II) which is an assessment based on The Model of Human Occupation (MOHO). Participation was advertised for among members of the Spinal Injuries Association (SEM). Six members, four men and two women, 24-50 years old with SCI from C6 or lower, volunteered. They were injured at least three years ago. The interviews were taped, transcribed verbatim followed by theme analysis. The results revealed that disposal of time and energy changed and there was a need to establish new methods in coping with daily activities due to impaired skills. There was also a shift in the participants’ roles as some roles needed adjustments to altered performance while others could not be fulfilled. Some accepted new roles in life, such as advocating for the rights of people with disabilities. Various environmental issues influenced the respondents’ participation in their daily life, either by supporting it or limiting. It was important for the participants to receive support and encouragement from their family and friends but examples of barriers are high steps, narrow spaces and rough terrain. State of mind or attitude could influence how the respondents coped with the changes that result from SCI. Optimism and positivity were characteristic of some participants while others had a harder time adjusting to life and accepting their new situation. An attitude of not looking at the problems but rather at the opportunities at hand was prevalent.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal í skemmu.pdf963,46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna