is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18847

Titill: 
  • „Þarna var ég bara að fá framtíðarfrelsi“ : iðja karla á Akureyri eftir starfslok
  • Titill er á ensku “I got my ticket to freedom“ : occupation of retired men in Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölgun í hópi aldraðra er meiri en í öðrum aldurshópum vegna aukinna lífslíka og minni frjósemi. Mikilvægt er, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið, að viðhalda og stuðla að heilsu á efri árum til að þau verði sem farsælust en þá getur iðja verið mikilvægt verkfæri. Við starfslok eiga sér stað breytingar á iðju sem fela í sér endurskoðun einstaklingsins á eigin venjum og hlutverkum. Misjafnt er hvernig fólk upplifir þessar breytingar og tekst á við þær. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða þær breytingar sem verða á iðju karla á Akureyri eftir starfslok og hvernig þátttaka þeirra í samfélaginu er. Spurningarnar sem verkefninu er ætlað að svara eru: 1) Hvernig upplifa karlar á Akureyri breytingar á iðju sinni í kjölfar starfsloka? 2) Hvernig upplifa karlar á Akureyri þátttöku sína í samfélaginu eftir starfslok? Þátttakendur í rannsókninni eru níu karlar sem fóru á eftirlaun á árunum 2007 til 2012 og eiga lögheimili á Akureyri. Fjögur stéttarfélög á Akureyri útveguðu þátttakendur fyrir rannsóknina. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem stuðst er við hálfstaðlaðan viðtalsramma. Aðferðir fyrirbærafræði voru notaðar við gagnagreiningu en slík rannsóknaraðferð er gjarnan notuð til að bæta skilning fólks á mannlegum fyrirbærum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun karlanna af breytingum sem tengdust starfslokunum var almennt jákvæð þar sem þeir fylltu tíma sinn með þýðingarmikilli iðju í stað vinnunnar. Breytingarnar fólust meðal annars í auknu frelsi og að meiri tími gafst með fjölskyldu, til að sinna heimilisstörfum og stunda áhugamál. Þátttaka karlanna í samfélaginu var á þann veg að flestir voru virkir í ýmiss konar félagsstarfi. Heilsa var þátttakendum mikilvæg og þeir voru meðvitaðir um gildi virkni fyrir eigin heilsu og vellíðan.
    Lykilhugtök: Aldraðir, iðja, starfslok, þátttaka, virkni.

  • Útdráttur er á ensku

    The elderly population is growing more than other age-groups due to higher life-expectancy and lower fertility. It is important, both for the individual himself and the society, that older adults can promote and maintain their health and experience a successful retirement. Occupation is a link in this process. When retiring, occupational changes occur which calls for the individual to review his habits and roles. It varies how people experience these changes and cope with them. The aim of this study was to explore those occupational changes of males in Akureyri after retirement and their participation within the community. The research questions were as follows: 1) How do men in Akureyri experience occupational changes after retirement? 2) How do men in Akureyri experience their participation in the community after retirement? The participants of the study were nine men who retired in 2007 – 2012 and were domiciled in Akureyri. Four labour unions in Akureyri provided participants for the study. The method was qualitative, based on semi-structured interviews. Phenomenology was used with data analysis, which is a method used when a deeper understanding of a human phenomenon is required. The main results of the study showed that the changes the men experienced in their occupations were positive as they filled their time with meaningful occupations instead of work. The changes lead for example to increased freedom and more time spent with their families and on hobbies. Most of the men were active members of leisure and social clubs and satisfied with their participation. Health status was important to them, and they were aware of the merits of an active life for their own health and well-being.
    Key words: Elderly, occupation, retirement, participation, engagement.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðja karla á Akureyri eftir starfslok.pdf897.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna