is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18848

Titill: 
  • Sjúkdómur sem margir hafa heyrt um en fáir þekkja : verkir og lífsgæði kvenna sem þjást af legslímuflakki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Tilgangur hennar er að fræðast um áhrif legslímuflakks á daglegt líf og lífsgæði kvenna með sjúkdóminn og sérstaklega að varpa ljósi á verkjaupplifun þeirra og meðferðarúrræði. Legslímuflakk er langvinnur sársaukafullur sjúkdómur sem herjar á konur á barneignaaldri og er talinn stafa af óæskilegum vexti legslímufrumna utan legs. Rannsóknir sýna að um 10% kvenna á barneignaaldri séu með sjúkdóminn og eru margar konur ógreindar, en meðallengd greiningaferlisins er um 9 ár. Einkenni sjúkdómsins eru flókin og margþætt en megin einkenni hans eru verkir s.s. langvarandi kviðverkir, mjög miklir verkir við tíðablæðingar og verkir við samfarir. Ekki hefur fundist nein lækning við sjúkdómnum en meðferðin miðar að því að draga úr einkennum hans og verkjum. Verkjameðferð er oftast í formi lyfja og yfirleitt er notast við verkjalyf og bólgueyðandi gigtarlyf. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á verkjum tengdum legslímuflakki og sífellt fleiri sýna fram á að þeir séu að miklu leyti taugaverkir. Það kom því höfundum á óvart að verkjameðferð skuli ekki vera aðlöguð að taugaverkjum, heldur eru hefðbundin verkjalyf notuð sem ekki eru ákjósanlegasta meðferðin gegn slíkum verkjum.
    Legslímuflakk getur haft mikil áhrif á daglegt líf kvenna þar sem verkirnir geta dregið úr náms – og atvinnuþátttöku auk þess sem þeir hafa áhrif á þátttöku í félagslífi, sambönd og fjölskyldulíf. Þessi sjúkdómur getur haft mikil áhrif á parasambönd og ekki er óalgengt að upp úr samböndum slitni vegna álags. Ófrjósemi getur verið einn fylgikvilli legslímuflakks og getur aukið vanlíðan og kvíða í samböndum. Auk heimildasamantektarinnar tóku höfundar viðtöl við tvær konur með greint legslímuflakk og við maka þeirra til að fá enn meiri dýpt og skilning á áhrifum sjúkdómsins. Niðurstöður höfunda þessarar heimildasamantektar eru á þá leið að stytta þurfi greiningatíma sjúkdómsins verulega og vekja lækna og hjúkrunarfræðinga til vitundar um hann. Einnig þarf að verða vitundavakning um legslímuflakk í samfélaginu. Þannig eykst skilningur á sjúkdómnum og álag minkar á konur með legslímuflakk t.d. á atvinnumarkaði. Auk þess vonast höfundar til þess að lyfjameðferð við verkjum verði endurbætt og áhersla verði lögð á að reyna verkjalyf sem henta einstaklingum með taugaverki.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjúkdómur sem margir hafa heyrt um en fáir þekkja - Verkir og lífsgæði kvenna sem þjást af legslímuflakki.pdf815.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna