Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1884
Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á mikilvægi málörvunar í leikskólastarfi og hvernig æskilegt er að hefja hana með yngstu börnum leikskólans. Kynntar eru ólíkar hugmyndir fræðimanna um máltöku barna og fjallað um hvernig máltökuferlið þróast frá hjali til eiginlegs máls. Komið er inn á hvernig börn tileinka sér ný orð á ólíka vegu. Hvetjandi málumhverfi í leikskólum er lýst og hvernig staðið skuli að málörvun í gegnum daglegt starf leikskólans. Einnig er fjallað um mikilvægi skipulagðrar markvissrar málörvunar. Útbúnar hafa verið 15 málörvunar stundir fyrir yngstu börn leikskólans með áherslu á að efla orðaforða og hlustun í gengum söng, lestur og leiki. Stundirnar fylgja ritinu ásamt öllum fylgigögnum, spilum, myndum, púsl spjöldum og fleiru.
Lykilorð: Orðaforði og hlustun.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
skýrsla.pdf | 286.36 kB | Locked | Greinargerð | ||
málörvunarstundir.pdf | 424.3 kB | Locked | Málörvunarstundir |