is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18853

Titill: 
  • ,,Börn þurfa sögur og sögur þurfa börn‘‘ : áhrif lesturs fyrir börn á mál þeirra og læsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er er hluti B.Ed- prófs við Háskólann á Akureyri, vorið 2014. Ritgerðin fjallar um mikilvægi þess að lesið sé fyrir börn og hvaða gildi það hefur að þau fái reglulegar lestrarstundir. Það skiptir máli að þekkja til máltökuferlis barna og þróun málþroskans. Á leikskólaárum barna er málþroskinn eitt það mikilvægast sem á sér stað og nauðsynlegt að vera meðvitaður um áhrifaþætti á málþroska. Í upphafi ritgerðar er því skoðað þessi þætti þ.e máltöku barna, málþroska og tengda þætti. Seinni hluti ritgerðar fjallar um mikilvægi þess að lesa fyrir börn í tengslum við mál og læsi. Afar mikilvægt er að börn alist upp við lestur bóka strax á fyrstu mánuðum ævi sinnar. Ýmiskonar rannsóknir tengdar lestri koma inn á það hversu mikilvægt er að lesa fyrir börn. Með því að lesa fyrir börn er verið að efla marga þætti, svosem orðaforða, frásagnarfærni, grunn að farsælu lestrarferli hjá þeim síðar meir og góðri lestrarkunnáttu. Það hefur svo jákvæð áhrif á allt þeirra nám seinna meir. Það er nauðsynlegt að bæði kennarar og foreldrar séu meðvitaðir um mikilvægi lesturs fyrir börn. Foreldrar eru í flestum tilfellum aðalfyrirmyndir barna sinna þegar kemur að bókalestri og því skiptir máli að þeir sýni lestrinum áhuga og hafi bækur sýnilegar á heimilinu. Það má því segja að viðhorfið sem hinir fullorðnu sýni barnabókum og gildum þeirra skipti gríðarlega miklu máli. Mikilvægt er að bækur séu hafðar sýnilegar börnum og reglulegar ferðir á bókasöfn geta skipt sköpum. Það er margt jákvætt sem börn fá þegar lesið er fyrir þau og þá ekki eingöngu með tilliti til málsins, heldur einnig rólegar gæðastundir og tækifæri til samræðu. Bækur hafa sérkenni og gott er að vera meðvitaður um hverskonar bækur henta börnum á mismunandi aldursskeiðum og mikilvægt er að nota vandaðar barnabækur.

Athugasemdir: 
  • Læst til 18.5.2015
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed ritgerð. Elísabet Rut..pdf406.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit..pdf60.86 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Heimildaská.pdf169.45 kBOpinnPDFSkoða/Opna