Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18854
Úrdráttur
Í þessari ritgerð er fjallað um hvað sjálfbærni og sjálfbær þróun er. Komið er inn á hvert upphaf sjálfbærrar þróunar er og hverjir standa fyrir því að sjálfbær þróun er orðin eins stórt hugtak og raun ber vitni. Helstu tímamót á heimsvísu í umhverfismálum koma fram og þau mikilvægu skjöl sem urðu til á þeim ráðstefnum sem mörkuðu tímamót í umhverfismálefnum. Skoðuð er sjálfbærni, hvernig hún kemur fram í þeim aðalnámskrám sem gefnar hafa verið út fyrir leikskóla, hvernig umhverfismennt kemur fram í skólum landsins og hvernig henni hefur verið hagað fram til þessa. Horft verður til vistspors mannsins og hversu stórt vistspor Íslands er, sem er eitt það stærsta sem um getur, miðað við mælingar árið 2005. Fjallað er um GETA greiningarlykilinn og hvað hann hefur að geyma. Sjálfbærnimenntun með leikskólabörnum er meginuppistaða þessa verks og koma fram fjölmargar hugmyndir að sjálfbærnimenntun sem og umhverfismenntun með leikskólabörnum og hvernig megi haga henni svo hún skili sér sem best til barnanna. Margar kennsluhugmyndir eru settar fram í kennslu um sjálfbærni og umhverfismennt. Til dæmis er fjallað um vettvangsferðir í margs konar umhverfi til að vekja börn til umhugsunar um hversu ólík náttúran getur verið þó að ekki sé langt að fara og hversu ólíkt lífríki er að finna á milli svæða til dæmis mismuninn á fjöru og bæ. Dýralíf er tekið fyrir og hvernig megi skoða það með börnum og hvernig best sé að hátta kennslu um dýrin með þeim. Þegar kemur að sjálfbærnimenntun eru endurvinnsla og jarðarsáttmálinn tekin fyrir auk þess er fjallað um ræktun á grænmeti og öðru ætu með börnum sem og hænsnahald.
Abstract
This paper discusses what sustainability is and what sustainable development is. It covers the origin of sustainable development and whom it is to thank for it being such a large concept today. Major milestones in the global environmental will be discussed the important documents that have been created during conferences that marked a turning point in the environmental field. Sustainability is going to be viewed as how it has been reflected in the main curricula that has been given out for kindergarten, how environmental education occurs in schools and how it has been conducted to this date. This will be looked at and how large the global footprint in Iceland is, which is one of the largest compared to the measures made at the year 2005. An overview of the GETA analysis key will be discussed and its abilities listed. Sustainable education with kindergarteners is the foundation of this project and many different ideas for implementing sustainable education as well as environmental education with kindergarteners will be discussed and how it can be adjusted to reach the children in the best way possible. Many different teaching methods are put forward for education in sustainability and environmental education. For example field trips in different environments to open the children's eyes to the vast differences in nature, this does not mean long travels but possibly the difference between the shore and a farmhouse. Animal life is explored and how it can be viewed with children and what the best method to teach children about animals. With sustainable education comes also recycling and Seeds of change agreement is discussed as well as growing your own vegetables and other consumables with children as well keeping of hens.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
363lum.pdf | 259,64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |