is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18855

Titill: 
  • Á Flóa og Firði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessum skrifum, (Á Flóa og Firði), er að varpa ljósi á aðbúnað tveggja leikskóla á landsbyggðinni, að fengnu áliti starfsfólksins, fulltrúa foreldra og fræðslunefndar, á því hvernig þau telja leikskólana í stakk búna til að mæta auknum kröfum um gæði í starfi og umhverfi, hvað þeim kunni að finnast vera að og hvaða leiðir viðmælendur sjá til úrbóta. Notast er við eigindlegar rannsóknaraðferðir, rannsóknin er byggð á viðtölum við leikskólastjóra, deildarstjóra í tveimur leikskólum, fulltrúa foreldra og fræðslunefndar, tengda umræddum leikskólum. Tekið er mið af lögum um leikskóla frá 2008 og reglum um starfsumhverfi leikskóla frá 2009, Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 og grunnþáttum menntunar frá 2012. Einnig voru skýrslur og greinargerðir tengdar aðbúnaði í leikskólum hafðar til hliðsjónar. Rannsóknin leiddi í ljós, að viðmælendur eru almennt þeirrar skoðunar, að leikskólarnir sem um ræðir standist ekki þær kröfur um rými og aðbúnað í leikskólum, sem áður nefnd lög og reglugerðir og Aðalnámskrá kveða á um. Veikleikar voru þeir helstir að húsnæði leikskólanna væri of lítið og útileiksvæðum væri ábótavant. Skortur væri á náms- og leiktækjum. Þörf væri fyrir fagmenntað starfsfólk. Styrkleikar leikskólanna fælust í starfsfólkinu. Úrbóta væri þörf varðandi þrengsli, aðstöðuleysi og skort á tólum og tækjum. Ráða þyrfti fleira fagfólk til starfa.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B. Ed ritgerð Á Flóa og Firði Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttit.pdf2.61 MBOpinnPDFSkoða/Opna