Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18866
Rannsókn þessi er lokaverkefni mitt til B.Ed prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Markmið mitt með rannsókninni var að kynna mér lesblindu, en ekki á þann hátt sem margur hefði haldið. Skoðað var hvað hefur verið rannsakað og skrifað um lesblindu í gegnum tíðina og skólasagan hérlendis frá 1946 rakin í stórum dráttum. Rætt var við einstakling sem greindist á fullorðinsárum með lesblindu og hvernig hann tókst á við hana eftir að hafa farið í leiðréttingu á lesblindu í anda Ray Davis. Einnig var rætt við sérkennara sem starfar við grunnskóla um hvað gert sé í dag til þess að finna lesblinda einstaklinga og hvað sé gert til þess að koma til móts við þá. Niðurstöðurnar voru þær að nemandi sem fer í gegnum skóla án greiningar á vanda sínum verður fyrir miklu mótlæti. Bakland viðmælanda míns var ekki gott í grunninn og má velta því fyrir sér hvort að það hafi haft mikið að segja um það hvernig fór. Þegar viðmælandinn fór í greiningu á lesblindu, var eins og öll púslin féllu saman. Loksins áttaði hann sig á því hvað væri að honum. Með því að fara í leiðréttingu á lesblindu fékk hann verkfæri til þess að vinna með lesblindunni í stað þess að vinna gegn henni. Sá einstaklingur er í háskólanámi í dag.
Sérkennari sem rætt var við veitti góða innsýn í það sem gert er í dag til þess að finna þessa einstaklinga. Lögð eru fyrir þá læsispróf frá fyrsta, og upp í þriðja bekk og eru samræmd próf sem lögð eru fyrir alla nemendur einnig notuð til þess að finna einstaklinga sem hafa farið framhjá þeim. Komið er til móts við þá nemendur í námi og þeim veitt verkfæri til þess að nýta í náminu. Það sé þó alltaf undir nemendum komið hvort þeir nýti sér þau, en ef þeir gera það finna þeir yfirleitt mikinn jákvæðan mun.
This research is my final project towards B-Ed degree in Educational Science at the University of Akureyri. My goal with this research was to study dyslexia, but not in the way one might think. I researched what has already been studied and written about dyslexia throughout the history, and the history of schools in Iceland was also briefly examined.
I spoke to a person who was diagnosed with dyslexia as an adult where we talked about how he dealt with it after having had emendation of dyslexia in the spirit of Ray Davis. Also I discussed with a Special Education teacher about what’s being done today in order to find dyslexic individuals and what is done to accommodate them in the school system. The results were that the students who attend school without getting a diagnosis of their problem will experience a great deal of adversity. My interviewers’ support system didn’t have a good foundation and it’s questionable whether or not that had a say in how things went down.
When the interviewee was analyzed for dyslexia it was like all the puzzles fell into place. Finally he figured out what was wrong with him. By being diagnosed as a dyslexic he received the tools he needed to work with the dyslexia instead of constantly working against it. This individual studies at a University level today. The special education teacher that was interviewed gave a good insight into what is done to find these individuals today.
There are literary tests submitted from day one up until third grade and there are coordinated tests submitted for all students that serve the purpose of finding those individuals who might have passed under the school’s radar. Students are being met half way in their studies, and they are given tools to use. Of course it’s always up to the students whether or not they decide to use these tools, but if they do it’s almost always to the better.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed ritgerð (1).pdf | 540,75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |