is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18872

Titill: 
  • Tónmennt og stærðfræði : mögulegir snertifletir til samþættingar kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
    Í verkefni þessu er leitast við að svara þeirri spurningu hvort stærðfræði og tónmennt eigi
    snertifleti sem nota megi til samþættingar kennslu. Einnig verður læsishugtakið skoðað í
    samhengi við hvora námsgrein fyrir sig og með því lagður grunnur að kennsluhugmyndum
    sem samþætta tónmennt og stærðfræði. Hugtök á borð við mynsturlæsi verða skoðuð
    sérstaklega þar sem mynstur koma fyrir bæði í tónlist og stærðfræði. Snertifletir þessara faga
    eru athugaðir út frá tveimur meginþáttum tónfræðanna, tónhæð og tónalengd. Tónhæð á sér
    stærðfræðilega tengingu sem hægt er að rekja aftur til Forn-Grikkja. Nöfn nótnanna verða
    skoðuð út frá mynstrum og hvernig má setja þau fram svo nemendur geti betur skilið virkni
    þeirra. Tónstigar og kirkjutóntegundir verða þá skoðaðar með það að markmiði að nemendur
    geti nýtt sér mynstureiginleika þeirra til að öðlast betri skilning á tónlist. Nótnalengdir verða
    einnig skoðaðar og hvernig þær tengjast brotareikningi.
    Nýjar áherslur varðandi læsi gefa möguleika á að skoða hugtakið í víðara samhengi.
    Læsi er ekki lengur aðeins sú aðgerð að lesa staf af bók heldur er það nær því að mynda
    merkingu úr mismunandi byggingareiningum og táknum. Mismunandi heimildir verða
    skoðaðar sem varpa ljósi á hvaða þættir það eru í læsi sem snúa að þessum tveimur fögum,
    tónmennt og stærðfræði. Þrjár kennsluhugmyndir verða settar fram sem snúa að nótnaheitum,
    tónstigum og nótnalengdum. Leitast verður við að nemendur fái að vinna með efnið á sem
    flestan máta og á mismunandi miðlum. Einnig eiga nemendur að fá að vinna með efnið í tölvu
    og búa til stuttar laglínur. Allt miðar þetta að því að nemendur fái aukna leikni í hvoru fagi
    fyrir sig auk þess sem þetta auki möguleika þeirra sem fá eða hafa áhuga á tónlist að gera
    sínar eigin tilraunir.

  • Útdráttur er á ensku

    The following paper is a final thesis for a B.Ed-degree at the faculty of education from the
    University of Akureyri. In this paper the question of wheather mathematics and music have
    similar aspects which can be used to integrate those two disciplines will be looked at. Literacy
    will also be looked at with regards to music and mathematics and that will form the
    foundations for integrated teaching ideas. Concepts like pattern literacy will be discussed
    since patterns are a prominent feature both in music and mathematics. Two building blocks of
    music theory will be used to look at integrateable parts in those disciplines, tone height and
    tone value. Tone height and intervals have an innate mathematical background which can be
    traced to ancient greek philosophers. The names of the notes will be looked at with regards to
    patterns. Scales and modal patterns will also be examined and how students can use them to
    better understand music. Note values will be connected to fractional mathematics and how
    mathematical functions can be used with music.
    New approaches to literacy in the general curriculum give way for new ways to look at
    literacy. Being literate is not just being able to read letters from a book but is also about the
    process of making meaning from divergent information. Different sources will be looked at
    with regards to what it is in mathematics and music that relates to new definitions of literacy.
    Three teaching ideas were constructed regarding notes, scales and note values. Working with
    those assignments students should be able to approach the subject in multitude of ways and
    with different mediums. Students will also work with computers and make short melodies.
    Preferably this work should provide the pupils with an expanded skill set both in mathematics
    and music while providing motivated students the opportunity to experiment further.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. - RJR.pdf801.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna