is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18873

Titill: 
  • Syngjandi sýndarheimur : notkun eigintíðna hluta og yfirtónaraða í gagnvirku tónlistarumhverfi tölvuleikja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tölvuleikir eru gríðarlega vinsæl afþreying í nútíma samfélagi. Milljónir manna um allan heim spila tölvuleiki gjarnan í gegnum internetið sem færir spilara saman í landamæralausu umhverfi utan viðja hversdagsleikans. Tónlist er mikilvægur hluti tölvuleikja og er tölvuleikjatónlist sífellt að verða umfangsmeiri grein. Nýjungar í tölvutækninni haldast í hendur við nýjungar í tónlist. Í þessari ritgerð skoða ég möguleika á að skapa gagnvirkt hljóðumhverfi fyrir tölvuleik sem byggir á gagnvirkri spilun. Hugmyndin um að nota eigintíðnir þeirra hluta sem koma fyrir í leiknum (t.d. bygginga, ljósastaura o.s.frv.) sem hljóðmyndina sjálfa hefur ekki verið nýtt í tölvuleikjaheiminum. Viðfangsefnið er í senn tæknilega og tónlistarlega erfitt enda fjölmargir þættir sem gætu haft áhrif á hljóðmyndina. Annar hluti hugmyndarinnar miðar að því að færa þessar eigintíðnir inn í ramma sem byggir á hugmyndum spektralista. Í stuttu máli hefur hver hlutur í leiknum sína eigin rödd þ.e.a.s. hver hlutur er hljóðgjafi sem gefur frá sér sitt eigið hljóð. Það einkennishljóð hlýtur hluturinn með tiliti til eigintíðna hans og flokkunar sem kynnt er nánar. Farið verður stuttlega í vísindi eigintíðna og eiginleika hljóðs auk þess sem imprað er á sögu spektral tónlistar og tónsmíðatólum spektralista.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orn Ymir Arason - BA ritgerd - LHI.pdf614.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna