is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18876

Titill: 
  • Hvetur „Social Business Software“ til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?
  • Titill er á ensku Does Social Business Software encourage innovation in Icelandic firms?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Social Business Software ef samfélagsmiðill fyrir skipulagsheildir en markaður þess hefur margfaldast ári frá ári og mun áfram gera það, sérstaklega í Evrópu. Miðillinn hefur auka notagildi á við hefðbundna upplýsinga- og samskipatækni er varðar samskipti og deilingu gagna. SBS á að geta aukið nýsköpun til muna með aðkomu starfsmanna innan skipulagsheildarinnar. Aukin samvinna og einfalt skráningaferli verður undirstaða því undirstaða nýsköpunar og samkeppnisforskoti á markaði. SBS er það nýtt að heildarárangur þess erlendis frá hefur ekki verið birtur opinberlega heldur einungis einstaka dæmisögur frá seljendum kerfisins.
    Til að rannsaka árangurinn hér á landi var send spurningakönnun um upplýsingatækni, SBS og áhrif þess á nýsköpun á 50 veltumestu fyrirtæki Íslands. Einnig voru tekin viðtöl við til stuðnings við niðurstöðurnar.
    Svarhlutfall könnunarinnar var of lágt til að fá afgerandi niðurstöður en þær gefa til kynna að fyrirtæki sem nota SBS leggja örlítið meiri áherslu á stjórnun nýsköpunar og þess tíma sem varið er í nýsköpun en árangurinn af nýsköpun er nokkuð lakari. Ástæða þess getur verið sú að einungis eitt fyrirtæki hefur verið að þjónusta SBS kerfi hér á landi en það er Nýherji. Nýherji er í aðlögunarferli að kerfinu en það tekur yfirleitt tvö ár. Því er mjög líklegt að fyrirtækin sem eru komin með einhverskonar SBS kerfi innanhús séu í slíku aðlögunarferli og það hafi áhrif á árangur nýsköpunar.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_GK_lokaskil.pdf1.28 MBOpinnPDFSkoða/Opna