Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18887
Á tíma mikilla breytinga í borgarskipulagi með auknar áherslur á umhverfismál og þéttingu byggðar í Reykjavík, er í þessu riti velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif þetta átak í borgarþéttingu muni hafa á hin dreifbýlari svæði borgarinnar? Þ.e.a.s. á úthverfi Reykjavíkur.
Leitast verður við að fjalla um þéttingu byggðar á gagnrýninn hátt, út frá sjónarmiðum úthverfisbúa. Stuðst verður við margvísleg fræðirit jafnt innlend sem erlend og rannsóknir sem nýverið hafa verið gerðar í sambandi við nýja stefnu um hverfaskipulag og myndun vistvænna hverfa í Reykjavík.
Út frá þessum gögnum verða síðan vegnir og metnir kostir og gallar þess að búa í úthverfum og reynt að finna lausnir jafnframt á þeim samfélagslegu sem og umhverfislegu vandamálum sem borgarbúar standa frammi fyrir, sökum mikillar útþenslu byggðar.
Helstu hugtök sem verða skoðuð í því samhengi eru útþensla byggðar, staður, heimili, samfélag, nágrannasamtök, úthverfi, gönguhæfi, léttlestarkerfi og lífsgæði.
Í fyrsta kafla ritsins verða þeir samfélagslegu eiginleikar greindir sem einkenna staði og hvernig fjölbreyttni í umhverfinu og samstarfi hverfisbúa í mótun hverfa og hvernig meigi gera þau að heimilislegri og líflegri stöðum.
Í öðrum kafla verður síðan tekin fyrir hugmyndin á bak við skipulag hverfa, uppbygging þeirra, kostir og gallar. Leitast er eftir að úthverfi myndi sjálfbærar einingar í borginni, þar sem úthverfisbúinn er ekki eins háður bílnum og getur sótt allt sem hann þarf innan hverfis síns. Þetta er hugsað sem fyrsta skrefið í áttina að vistvænni hverfum, sem eru í senn sjálfum sér nóg sem og í tengslum við aðra hluta borgarinnar.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| ad-brua-bilid-loka.pdf | 1,67 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Ritgerð þessi er 6 eininga lokaverkefni til BA-prófs í arkitektúr. Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.