Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18892
Það er hlutverk hönnuðar að koma í veg fyrir að notendur hafi tækifæri til að gera mistök. Notendamiðuð hönnun er aðferð við að hanna vöru með hjálp og tilsögn mögulegra notenda vörunnar. Hún getur komið í veg fyrir mannleg mistök hvort sem þau eru stór eða smá. Notendamiðuð hönnun snýst um að finna markhóp, safna upplýsingum um hann, kynnast honum, vinna með honum og prófa á honum. Nauðsynlegt er að vita hvað notandinn þarf, getur og langar. Í stað þess að neyða hann til þess að breyta hegðun sinni og venjum fyrir vöruna þarf hönnuður að laga hugmyndir sínar að þörfum hans. Margar útfærslur eru á aðferðum við notendamiðaða hönnun, engin ein er réttari en önnur. Vissar aðstæður geta verið þess valdandi að ein aðferð er valin framyfir aðra. Einföld atriði geta komið í veg fyrir vandræðalega baráttu við að ýta á hurð sem á að toga í, jafnt sem aðra hversdagslega og óvenjulega hluti. Efniviður eða lögun hluta getur gefið nægilega vísbendingu um notkun þeirra, leiðbeiningar eru oft óþarfar. Með því að notfæra sér aðferðir notendamiðaðrar hönnunar verða færri vandamál á vegi mannsins í hinu daglega amstri. Þar af leiðandi verður aukið traust til hönnuðar sem við þessa aðferð notast, sem skilar betri framleiðni. En hönnuðir væru ekki til ef engir notendur væru til staðar. Hönnun er ekki fyrir hönnuði heldur fyrir samfélagið í heild sinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjork.Gunnbjornsdottir.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |