is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18894

Titill: 
  • Þær láta þetta bara yfir sig ganga : úrræði í kynferðisofbeldi hjá konum með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kynferðisofbeldi á konum með þroskhömlun er vandamál sem þekkt er í þjóðfélaginu. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum hafa sýnt að slíkt ofbeldi er algengara en talið var. Samt sem áður hefur verið lítið skoðað hvað er til ráða og hvaða úrbætur þurfa að eiga sér stað í þessu málefni. Í þessari eigindlegu rannskókn eru tekin viðtöl við fjóra einstaklinga sem allir starfa á vettvangi fatlaðs fólks og hafa mikla reynslu á þessu sviði. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru notaðar: Hvaða úrræði eru í boði og hvers konar úrbætur þurfa að eiga sér stað á þessum málaflokki? Hvað gætu reynst árangursríkar forvarnir? Hvernig á aðkoma fagfólks að vera á þessu málefni? Niðurstöður rannsóknar sýna að mikil þörf er á úrbótum til að konur með þroskahömlun njóti jafnréttis í samfélaginu. Markmið mitt með þessarri ritgerð er að vekja athygli á stöðu kvenna með þroskahömlun þegar kemur að úrræðum vegna kynferðisofbeldis.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Nína María Morávek.pdf662,83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna