Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18907
Þegar skortur er á kynfræðslu og annarri grunnþekkingu um kynlíf getur klám og klámvæðing haft áhrif á hugmyndir unglinga um kynlíf. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða viðbrögð femínískra grasrótarhópa við klámvæðingu og skorti á kynfræðslu. Jafnframt er leitast við að varpa ljósi á sýn femínískra grasrótarhópa á nauðganir í samböndum unglinga. Fram að þessu hefur lítið verið um íslenskar rannsóknir á viðbrögðum femínískra grasrótarhópa og rannsóknir á nauðgunum í samböndum unglinga. Eigindleg aðferð var notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Tekin voru fjögur hálfstöðluð opin viðtöl við þrjá meðlimi femínískra grasrótarhópa sem staðið hafa að kynfræðslu fyrir unglinga og eina starfskonu femíníska grasrótarhópsins Stígamóta. Helstu niðurstöður benda til þess að viðbrögð femínískra grasrótarhópa við klámvæðingu séu að halda úti mótvægi í formi kynfræðslu. Það gerðu þau með því að taka fyrir þætti á borð við samskipti, ofbeldi, klám og upplýst samþykki, sem þeim þótti vanta í kynfræðslu. Upplifun viðmælenda var ólík eftir því hvort þeir höfðu fengið stuðning að frumkvæði opinberra aðila eða eftir að hafa gengið á eftir slíkum stuðningi. Viðmælendur töldu nauðgunarmýtur og skrímslavæðingu hafa áhrif á hugmyndir um nauðganir í samböndum unglinga og töldu brotaþola spegla sig í þeim. Lausnir viðmælenda voru fólgnar í mikilvægi kynfræðslu á umræðugrundvelli sem mótvægi við klámvæðinguna. Kynjuð valdatengsl, skortur á kynfræðslu og þar að leiðandi ólík upplifun unglinga af kynlífi er samfélagslegur vandi og krefst því samfélagslegra úrræða. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á þessu viðamikla málefni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Viðbrögð femínískra grasrótarhópa við klámvæðingu og skorti á kynfræðslu.pdf | 858.71 kB | Open | Heildartexti | View/Open |