is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18908

Titill: 
  • Athugun og skráning á málþroska barna : í daglegu starfi leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sumarið 2013 gaf Námsmatsstofnun úr TRAS skráningarlistann sem samstarfshópur þýddi og staðfærði úr norsku. TRAS (Tilig Registrering Av Språk)sem mætti nefna snemmtæka skráningu á máli, hefur einnig verið nefndur athugun á máli í daglegu starfi. Með því að nýta TRAS geta leikskólakennarar athugað, skráð og fylgst með málþroska leikskólabarna frá tveggja ára aldri. Við það að svara spurningum fást við¬mið til að meta hvort þörf sé á að grípa til úrræða. Íslenskar og erlendar rannsóknir benda til þess að tengsl séu á milli málþroska á leikskólaaldri og lestrargetu í grunn¬skóla. Áríðandi er að athuga og fylgjast með málþroska leikskólabarna. Niðurstöður norskra rannsókna benda til þess að TRAS nýtist við að finna leikskólabörn sem þurfa á frekari örvun að halda.
    Í þessari ritgerð er fjallað um fræðilega hluta málþroska leikskólabarna og bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar í daglegu starfi. Leitast er við að svara spurningu með hvaða hætti kerfisbundin skráning á málþroska tveggja til fimm ára barna með TRAS, geti stuðlað að markvissri íhlutun leikskólakennara. Sagt er frá innleiðingu TRAS á Íslandi og niðurstöðum forrannsóknar sem gerð var í tengslum við hana. Fjallað er um norskar rannsóknir og sagt frá niðurstöðum þriggja lokaverkefna á meistara¬stigi þar sem athugað var m.a. notkun TRAS og viðhorf leikskólakennara til þess.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf967.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna