is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18909

Titill: 
 • Vefsíðugreining
 • Titill er á ensku Website analysis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Í skýrslunni er rannsakað hvort ný vefsíða Brimborgar ehf standist þær kröfur sem gerðar eru til vefsíðna og er þá einnig horft til þeirra ólíku miðla sem neytendur hafa með höndum. Helstu miðlar eru borð- og/eða fartölvur, spjaldtölvur og snjallsímar, einnig er horft til viðmótsins sjálfs.
  Við vinnslu skýrslunnar var litið til aðferða og tóla til greininga sem til staðar eru á veraldarvefnum ásamt því að könnun var framkvæmd. Að gagnasöfnun lokinni var aflað frumheimilda með spurningakönnun sem lögð fyrir sérvalinn hóp sem endurspeglar þýði mögulegra notenda vefsíðunnar. Þátttakendur samanstóðu af almennum notendum, bílasölum, bifvélavirkjum og stórum viðskiptavinum fyrirtækisins.
  Að lokinni greiningu á vefsíðu Brimborgar gefa niðurstöður vísbendingar um að nýja síðan muni vera vel unnin og margt mjög gott þar á ferð, einhver atriði má gera betur og er það von skýrsluhöfundar að stjórnendur Brimborgar ehf geti nýtt sér niðurstöðurnar til þess að laga þau atriði. Skýrsla þessi gefur í heildina jákvæða mynd af stöðu vefsíðunnar. Greiningartól gáfu síðunni háa einkunn, sér í lagi í samanburði við síður samkeppnisaðila og niðurstöður spurningakönnunarinnar voru á sömu leið.

Samþykkt: 
 • 18.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð í Viðskptafræðum 2014loka.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna