is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18911

Titill: 
 • Hugurinn ber þig hálfa leið : hvernig birtist trú á eigin getu í líkamsrækt og námi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kenningin um trú á eigin getu (self-efficacy) er sett fram af Albert Bandura. Bandura lýsir trú á eigin getu sem formi af sjálfstrú sem hefur áhrif á daglegt líf okkar. Trú á eigin getu er trú viðkomandi um hvort þeir hafi það sem til þarf til að sýna vissa hegðun sem umhverfið væntir af okkur.
  Í þessari rannsókn var trú á eigin getu í líkamsrækt og námi skoðað. Tilgangur rannsóknarinnar var að reyna að varpa ljósi á hvernig trú á eigin getu hefur áhrif á fólk í námi, sem og í líkamsrækt. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við fjórar stúlkur.
  Niðurstöður rannsóknar benda til að því lengur sem einstaklingur hefur stundað líkamsrækt því meiri trú á eigin getu hafi hann til hennar. Þá benda niðurstöður rannsóknar einnig til að þeir sem hafa skýra framtíðarstefnu um framhaldið eftir nám hafi meiri trú á eigin getu í náminu en þeir sem eru óvissir.
  Trú á eigin getu er mikilvæg í námi sem og í öllum daglegum athöfnum. Því meiri trú sem fólk hefur á eigin getu, því líklegra er það til að setja sér markmið og ná þeim, hvort sem það er í námi eða í líkamsrækt.

Samþykkt: 
 • 18.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaútgáfa.pdf534.68 kBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ekki heimilt að prenta út ritgerðina.