Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18912
Markmið ritgerðarinnar er að kanna tengsl leiklistar í skólastarfi og sjálfstrausts barna. Áhugi höfundar á efninu kviknaði eftir að hafa verið með leiklistarsmiðju fyrir átta og níu ára börn í frístundastarfi. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: „Getur leiklist í skólastarfi haft áhrif á sjálfstraust barna og ef svo er, hvernig?“. Höfundur taldi sig hafa orðið vitni að auknu sjálfstrausti barna með notkun aðferða leikrænnar tjáningar í leiklistarsmiðju og fór í kjölfarið að leita heimilda. Þegar lítið fannst af íslenskum heimildum ákvað höfundur að kafa dýpra og notaði til þess fræði, erlendar rannsóknir og eigin athugun. Spurningalisti var lagður fyrir foreldra 12 ára grunnskólabarna sem höfðu verið í leiklist í skólanum í að minnsta kosti eitt ár. Spurningalistinn var lagður fyrir 51 foreldri en svörun var um 60%. Viðtöl voru tekin við fjóra leiklistarkennara á mismunandi skólastigum. Niðurstöður fræða og athugunar gefa sterkar vísbendingar um að tengsl séu milli leiklistar í skólastarfi og sjálfstrausts barna þar sem aðferðir leikrænnar tjáningar vinna að persónulegum þroska barna, samskiptahæfni þeirra, samvinnu við önnur börn og hæfni þeirra að geta sett sig í spor annarra. Höfundur telur mikilvægt að öll grunnskólabörn fái að kynnast leiklist og aðferðum leikrænnar tjáningar þar sem þær hafi einnig forvarnargildi og hægt er að nálgast erfið efni eins og einelti og fordóma á áhrifaríkan hátt með notkun þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - LOKASKIL!!.pdf | 791,96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |