is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18914

Titill: 
  • Að nota heilann meira en fingurna : þrautalausnir í stærðfræðikennslu.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Höfundur er tilvonandi stærðfræðikennari sem leitast við að svara því hvers vegna mikilvægt er að leggja áherslu á þrautalausnir í stærðfræðikennslu. Byrjað er á að skoða kenningar um nám og því velt upp hvernig nám á sér stað. Því næst eru skoðaðar þær kröfur sem Aðalnámskrá grunnskóla setur um stærðfræðikennslu og kennsluhætti, tilgang námsins og hæfniviðmið varðandi þrautalausnir. Skoðaðir eru kennsluhættir í stærðfræðikennslu. Þar er rýnt í úttekt sem gerð var á stærðfræðikennslu unglinga árið 2011 - 2012 á vegum Mennta – og menningarmálaráðuneytisins. Hún er borin saman við Aðalnámskrá grunnskóla, auk þess er skoðaður þáttur þrautalausna í skýrslunni. Einnig eru skoðaðir kennsluhættir sem henta vel með þrautalausnum. Að lokum er farið yfir þrautalausnir og aðferðir við að leysa þrautir. Niðurstöður eru í stuttu máli þær að með fjölbreyttum kennsluháttum geta kennarar betur komið til móts við alla nemendur. Þrautalausnir sem kennsluaðferð er góð leið til að nota ásamt öðrum kennsluaðferðum til að koma til móts við kröfurnar um fjölbreytta kennsluhætti. Þær þjálfa rökhugsun, ályktunarhæfni og innsæi ásamt því að þjálfa þankagang sem getur komið sér vel úti í samfélaginu. Það að leysa þraut getur aukið sjálfstraust og verið hvati fyrir nemendur til að vilja ná meiri árangri.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að nota heilann meira en fingurna. Skemma..pdf1.06 MBLokaður til...31.05.2050PDF