Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18916
Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands vorið 2014. Hún inniheldur rannsókn á áhrifum listiðkunar á andlega líðan barna. Ritgerðin fjallar um skapandi kennsluhætti í list- og verkgreinum á grunnskólastigi og hvernig þeir geta stuðlað að bættri líðan nemenda með náms-, hegðunar-, tilfinninga- og tjáskiptaerfiðleika. Umfjöllunin byggir á skoðun fræðilegra heimilda, erlendra rannsókna og viðtölum við sjö íslenska list- og verkgreinakennara sem allir starfa að sérkennslu. Í ritgerðinni koma m.a. fram tillögur kennaranna um notkun fjölbreyttra kennsluaðferða til að mæta þörfum ólíkra nemenda í þeim tilgangi að bæta líðan þeirra.
Höfundur notaðist við eigindlega rannsóknaraðferð til að skoða listsköpun sem kennsluaðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að listiðkun henti vel grunnskólanemendum sem eiga við náms-, hegðunar-, tilfinninga- og tjáskiptaerfiðleika að stríða. Hún virðist einnig hafa jákvæð áhrif á líðan nemenda sem orðið hafa fyrir andlegum áföllum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Renatalokahandrit2014.pdf | 469,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |