is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1892

Titill: 
 • Þróun þroskaþjálfastarfsins og starfsánægja þroskaþjálfa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er starfsánægja þroskaþjálfa á ólíkum vinnustöðum og að varpa ljósi á þróun þroskaþjálfastarfsins. Rannsókn á starfsánægju var gerð í maí 2006 og þátttakendur voru allir þroskaþjálfar á Íslandi. Hún náði til 411 einstaklinga og svöruðu 269 þeirra eða 66%.
  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar finna þroskaþjálfar til þó nokkurrar starfsánægju. Ekki kom í ljós marktækur munur eftir vinnustöðum en marktækur munur reyndist vera í grunnkvarðanum starf og starfsskilyrði. Þroskaþjálfar sem vinna á sambýlum, skammtímavistun, hæfingarstöðum og dagvistun fatlaðra eru líklegri til að vera óánægðir með starf sitt og starfsskilyrði en þeir þroskaþjálfar sem vinna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hugmynd um að mikið álag og viðvarandi skortur á starfsfólki á mörgum heimilum fatlaðra hefðu áhrif á starfsánægju þroskaþjálfa kom fram. Þroskaþjálfar sem starfa með fötluðum á sambýlum, hæfingarstöðvum og dagvistun finna fyrir meira vinnuálagi en þeir sem vinna í leik-, grunn- og framhaldsskólum og var sá munur marktækur. Þroskaþjálfar á landsbyggðinni eru ánægðari en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þroskaþjálfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum finnst þeir búa við meira starfsöryggi en aðrir innan stéttarinnar og yngri þroskaþjálfar telja siðferði æðstu stjórnenda vera verra en eldri þroskaþjálfar.
  Starfsánægja er almenn meðal þroskaþjálfa og starfið hefur þróast í átt til meiri fagmennsku. Þroskaþjálfamenntun nýtist sífellt víðar og betur í málaflokki fatlaðra.
  Lykilorð: Þróun þroskaþjálfastarsfsins, starfsánægja þroskaþjálfa.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
 • 12.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vibeke_lokaritgerd.pdf703.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna