is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18924

Titill: 
  • Uppeldishandbækur fyrir foreldra : birtingarmynd hugsmíðahyggjunnar og atferlisstefnunnar í ráðum til foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reglulega eru gefnar út uppeldishandbækur fyrir foreldra sem innihalda ýmis ráð og leiðir til að aðstoða foreldra við uppeldi barna sinna. Í þessari ritgerð verður rýnt í fjórar uppeldishandbækur og dregnar fram þær ólíku kenningar sem endurspeglast í bókunum sérstaklega er varðar samskipti og hvernig foreldrar geta stuðlað að sjálfsaga þeirra. Atferlisstefnan og hugsmíðahyggja eru þær helstu kenningar sem lúta að því hvernig barn lærir og hvernig má kenna barni, til dæmis æskilega hegðun. Þessar kenningar byggja á ólíkum hugmyndum um nám og þroska barna. Sú fyrri, atferlisstefnan, byggir á því að barn lærir hegðun útfrá þeim viðbrögðum sem það fær frá umhverfinu. Í hugsmíðahyggju er litið svo á að barn þurfi að fá tækifæri til að móta sína eigin þekkingu og skilning.
    Helstu niðurstöður sýna að hugmyndir atferlisstefnunnar og hugsmíðahyggjunnar birtast greinilega í þeim ráðum sem foreldrum eru gefin. Foreldrar verða að athuga hvaða skilaboð þeir senda með viðbrögðum sínum við hegðun barna sinna, jafnframt er gagnlegt að notast við umbunakerfi. Mikilvægt að leyfa barninu að hafa áhrif á umhverfið sitt til dæmis með þátttöku í fjölskyldufundum, húsverkum og að semja reglur. Þá er líklegra að barnið beri virðingu fyrir reglunum og fylgi þeim.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð 7.mai. dagnyvil.pdf805.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna