is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18925

Titill: 
  • Hver ræður mér? : áhrif þátttöku í sjálfsákvörðunarhópi fyrir fólk með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfsákvörðunarhópar hafa verið mikilvægt verkfæri í réttindabaráttu fólks með þroskahömlun. Rannsókn þessi skoðar hvernig sjálfræði og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins birtist í slíkum hópum og með hvaða hætti þátttakendur upplifa valdeflingu. Rannsóknin er unnin í anda samvinnurannsókna. Í vettvangsnámi hjá Landssamtökunum Þroskahjálp gafst mér tækifæri til að vinna með sjálfsákvörðunarhóp fólks með þroskahömlun. Sjálfsákvörðunarhópurinn vann að undirbúningi Leiðarþings fyrir fólk með þroskahömlun. Leiðarþingið var hugsað sem vettvangur til að koma saman, láta skoðanir sínar í ljós og vinna að bættum hag fólks með þroskahömlun. Sjálfsákvörðunarhópurinn gaf þátttakendum tækifæri á að deila reynslu sinni með öðrum í svipaðri félagslegri stöðu. Niðurstöður gefa til kynna að sjálfræði og sjálfsákvörðunarréttur fólks með þroskahömlun sé ekki virtur. Sjálfsákvörðunarhópar eru því enn mikilvægir í réttindabaráttu og geta haft jákvæð áhrif á einstaklinga jafnt sem hópinn. Einnig hafði ferlið valdeflandi áhrif á hópmeðlimi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver ræður mér.pdf390.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna