is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18929

Titill: 
  • Vímuefnaneysla unglinga : áhættuþættir og úrræði forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vímuefnaneysla unglinga er algeng í vestrænum samfélögum en orsök vandans er talin vera margir ólíkir áhættuþættir. Í þessari rannsóknarritgerð verður annars vegar farið yfir helstu áhættuþætti vímuefnaneyslu unglinga og hins vegar verður skoðuð forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2014-2019. Með áhættuþáttum í tengslum við vímuefnanotkun unglinga er talað um eitthverjar aðstæður sem auka líkur á að einstaklingur byrji að neyta vímuefna. Ef að áhættuþættirnir eru fleiri en einn eykur það líkur á vímuefnaneyslu og er það samspil þessara þátta sem ræður úrslitum. Niðurstöður sýna að margir áhættuþættir vímuefnaneyslu unglinga er utan beins áhrifasviðs skóla og frístundarstarfs. Aftur á móti kemur fram í forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar að skólar og frístundarstarf geti verið öflug forvörn með því að stuðla að góðri félagsfærni, jákvæðum samskiptum sem og fræðslu um heilsu, velferð og skaðsemi vímuefna. Í forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar kemur einnig fram að foreldrar séu lykilaðilar í forvörnum barna og unglinga og því nauðsynlegt að fræða foreldra um áhættuþætti vímuefnaneyslu og hvernig sé hægt að bregðast við þeim með verndandi þáttum til að draga úr skaðlegum áhrifum. Einnig þarf foreldrasamstarf að vera öflugt í nærumhverfinu til að þeir verði öruggir í hlutverki sínu og þeir þurfa að eiga kost á aðstoð ef þess er þörf.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba ritgerð - Gréta Björk Guðráðsdóttir (1).pdf8,18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna