is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1893

Titill: 
 • Mig langar að læra... : nám og líðan unglingsstúlkna af erlendum uppruna í íslenskum grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var skoða móttöku, nám og líðan stúlkna af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum. Þátttakendur voru fjórar stúlkur, hver frá sínu landi. Þær voru á mismunandi aldri við komuna hingað til lands, en allar voru þær komnar á unglingsár þegar rannsóknin fór fram.
  Gögnum var safnað með opnum viðtölum við hverja stúlku fyrir sig. Rannsóknarspurningar lutu að því hvernig stúlkurnar upplifðu móttöku í íslenskum grunnskóla, væntingar þeirra til eigin náms og hvernig þær upplifðu væntingar annarra til sín. Hvernig námi og kennslu þeirra var háttað, sem og hvernig þeim leið í kjölfar reynslu sinnar.
  Eftirtekt vekur að engin stúlknanna fékk móðurmálskennslu, sem er forsenda frekara náms og þroska og tæki foreldra til félagsmótunar barna sinna. Í móðurmáli felast auk þess menningarleg gildi, sem eldri kynslóðir miðla til hinna sem yngri eru. Þessi tengsl barns og foreldris, sem og móðurmáls og menningar má ekki rjúfa. Því þarf að taka mið af menningarlegum bakgrunni, svo sem tungu, siðum og trú nemenda.
  Íslenskukennsla stúlknanna miðaði að því að eftir ákveðinn tímafjölda ættu þær að stunda nám í bekk, en upp og ofan var hversu góðum tökum þær höfðu náð á nýja málinu áður en þær þurftu að takast á við nám í bekk með innfæddum börnum. Allt frekara nám byggði á hvort og hversu góðum tökum þær höfðu náð á íslensku. Auka þyrfti kennslu í íslensku sem öðru máli, þar til nægjanleg þekking er fengin til að stunda nám í almennum bekk til jafns við innfædda jafnaldra.
  Stúlkurnar þroskuðust mikið og sjálfsmynd þeirra styrktist á meðan á rannsókninni stóð sem aftur hafði jákvæð áhrif á aðlögunarferli þeirra. Aðlögun og félagsmótun stúlknanna var þó ólík, allt frá samþættingu til möguleika á jaðarstöðu. Vinna þyrfti með aðlögun ólíkra hópa, hverra að öðrum, og stuðla þannig að því að allir einstaklingar séu jafngildir í samfélaginu.
  Lykilorð: Börn, erlendur uppruni, nemendur, móttaka nýbúa.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
 • 15.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemma_larajonamaster.pdf1.23 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
abstractlara.pdf114.86 kBOpinnAbstractPDFSkoða/Opna
agriplara.pdf79.97 kBOpinnÁgripPDFSkoða/Opna