Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18931
Í þessu verkefni verður sjónum beint að þjónandi forystu þroskaþjálfa inn á sambýlum og hvernig það gæti mögulega leitt til betri þjónustu þar. Saga og þróun á málefnum fatlaðs fólks verður rakin frá þeim tíma sem mannkynbótastefnan var ríkjandi á fyrri hluta 20. aldar. Einnig verður náms- og starfsþróun þroskaþjálfans skoðuð í ljósi breyttra hugmynda og áherslna. En mikilvægt er að skoða þróun þroskaþjálfastarfsins í samhengi við þá samfélags- og félagslegu þróun sem hefur orðið í málefnum fatlaðs fólks. Tilgangurinn með því að kynna hugmyndafræðina um þjónandi forystu er að skoða hvort hún eigi ekki fullt erindi í þjónustu við fatlað fólk með áherslu á sambýlin. Í þjónandi forystu er lögð áhersla á siðfræði, ábyrgð og hagsmuni heildarinnar.Skoðað verður hvernig hægt sé að nýta þessa hugmyndafræði til að auka starfsánægju og áhuga starfsfólks á sambýlum sem myndi svo skila sér í auknum gæðum þjónustunnar til íbúanna. Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa sýnt að þjónandi forysta er mjög árangursrík hugmyndafræði. Það má því álykta að þjónandi forysta sé styrkjandi og hvetjandi þar sem þroskaþjálfi gæti verið í lykilhlutverki sem þjónandi leiðtogi sem leiðir starfsfólkið með sér í átt að betri þjónustu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA í prentun 2.pdf | 747,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |