is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18932

Titill: 
  • Markþjálfun : hvað er nú það?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er til lokaprófs í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
    Meginmarkmið hennar er að skoða markþjálfun, hvað hún er, hlutverk markþjálfa sem og mismunandi markþjálfunaraðferðir. Einnig er farið í fræðilega tengingu við tómstundafræðina og hvað er á bakvið hugtakið tómstund, mikilvægi tómstunda fyrir ungt fólk og þróun sjálfsmyndar unglinga. Fjallað er um hvernig hægt er að nýta þjálfun að þessu tagi með hópum og einstaklingum í tómstundastarfi. Settar voru fram eftirfarandi spurningar: Hvað er markþjálfun? Hverjum gagnast hún? Og hvernig má nýta hana í tómstundastarfi? Þegar efnið var skoðað kom það í ljós að markþjálfun getur vel nýst í tómstundastarfi og á það þá bæði við einstaklinga sem og minni hópa. Tómstunda- og félagsmálafræði er ört vaxandi grein hér á landi og er þegar farið að nýta tenginguna við markþjálfun á norðurlöndunum og eflaust víðar með góðum árangri, til þess að auka félagsfærni og námsárangur barna og unglinga. Tækifærin fyrir tómstunda- og félagsmálafræðinga eru mörg og ætti að vera þeim auðsótt að nýta sér markþjálfun í starfi sínu með fólki á öllum aldri á vettvangi frítímans.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-210580-4179.pdf495,79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna