is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18934

Titill: 
  • Samskiptafærniþjálfun unglingsstúlkna innan félagsmiðstöðva
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að kanna hvaða möguleikar felast í samskiptafærniþjálfun fyrir unglingsstúlkur innan félagsmiðstöðva. Ritgerð þessi er fræðileg ritgerð þar sem gagna er aflað úr fræðilegum heimildum. Jákvæð og góð samskipti við aðra einstaklinga er veigamikill grunnur að vellíðan og farsæld í lífi allra manna. Á unglingsárunum ganga einstaklingar í gegnum mikið og stórt þroskatímabil þar sem mótun sjálfsmyndar er stór þáttur. Unglingsárin er því tímabil mikilla breytinga og getur reynst mörgum einstaklingum erfitt. Þegar unglingsárin ganga í garð koma reglulega upp samskiptavandamál á milli unglinga og á milli unglinga og fullorðinna. Með þjálfun má draga úr slíkum vandamálum að mati höfundar. Samskipti og samskiptafærni eru til umfjöllunar þar sem félags- og samskiptaskilningur ásamt samskiptafærniþjálfun eru í brennidepli. Mikilvægi félagsmiðstöðva og sú starfsemi sem þær hafa að geyma eru til umfjöllunar og í því samhengi er hópastarf í félagsmiðstöðvum kynnt. Í gegnum hópastarf er hægt að bjóða upp á samskiptafærniþjálfun fyrir unglinga í félagsmiðstöðvum. Með því að vinna á öflugan hátt með samskiptafærniþjálfun innan félagsmiðstöðva þar sem fagmennska og metnaður er lagður í starfið getur það skilað öflugum einstaklingum út í samfélagið.
    Lykilhugtök: Unglingsárin, samskipti, siðgæðisþroski, tilfinningaþroski, samskiptafærni, félagsmiðstöðvar og tómstundir.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Skemma.pdf744.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna