is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18936

Titill: 
  • Horft til framtíðar : forritunarkennsla í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni til bakkalárgráðu fjallar um mál sem er ofarlega á baugi í samfélags- umræðunni í dag, forritunarkennslu í grunnskólum. Saga tölvunotkunar í menntun er rakin í stuttu máli, forritun kynnt fyrir lesendum, leitast er við að draga fram gildi forritunarkennslu fyrir samfélag og skólastarf og rýnt í rannsóknir á því sviði. Nýlegar rannsóknir virðast af skornum skammti og því er mikið vitnað í eldri heimildir. Seymour Papert og Mitchel Resnick eru þeir fræðimenn sem helst er vitnað til um gildi forritunar- kennslu fyrir börn en þeir hafa báðir fengist við þróun forritunarumhverfis ætlað börnum með það fyrir augum að ýta undir sköpun í uppeldi og skólastarfi og efla rökhugsun. Fjallað er um hlut forritunarkennslu í aðalnámskrá grunnskóla og hvaða áhrif hún hefur á skapandi hugsun, þrautalausnir og eflingu vitsmunaþroska. Ýmis forritunarmál og kostir á þessu sviði eru skoðuð, rætt lítilega um þjarka og fjallað sérstaklega um LOGO, Scratch og Alice. Gerð er grein fyrir menntun kennaranema og endurmenntun kennara á sviði forritunar. Einnig er farið yfir hvernig forritunarkennslu er háttað í grunnskólum hér á landi og hvernig mætti bæta hana.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Horft til framtíðar forritunarkennsla í grunnskólum.pdf678,66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna