is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18945

Titill: 
  • Íþrótta- og heilsufræðingurinn : starfsmöguleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sýnt hefur verið fram á að reglubundin hreyfing sem framkvæmd er af meðalákefð eða mikilli ákefð, skiptir verulegu máli til þess að draga úr líkum á dauða um aldur fram. Nám í íþrótta- og heilsufræði er skipulagt með það fyrir augum að nemendur hafi þekkingu, leikni og hæfni til að hjálpa einstaklingum eða hópum samfélagsins til að bæta heilsufar. Hugtakið heilsa er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðisstofnun „líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma eða örorku“. Markmið: Leitast var við að kanna starfsmöguleika íþrótta- og heilsufræðinga að loknu þriggja ára háskólanámi í þeim tilgangi að efla meðvitund um tækifæri til að framfylgja menntun sinni. Aðferð: Kannaðar voru fyrirliggjandi rannsóknir um mikilvægi hreyfingar gagnvart heilsu. Jafnframt því skyggnst eftir aðstæðum til að koma heilsueflingu á framfæri á sem breiðustum grundvelli. Niðurstaða: Starfsvettvangur er fjölbreyttur og spannar ótal tækifæri til að bæta heilsufar. Ályktun: Sökum þess hve víða íþrótta- og heilsufræðingar koma að forvarnar og endurhæfingarstarfi varðandi heilsu, ættu þeir að tilheyra heilbrigðisstétt ekki síður en menntastétt.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni IÞH262L (2014V) - Sigríður Valgerður Bragadóttir kt. 140455-2969.pdf974.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna