is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18946

Titill: 
  • Ávinningur samstarfs heimila og skóla : bætt samstarf - betri námsárangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um samstarf heimils og skóla í fræðilegu samhengi. Rannsóknarspurningin sem lögð var til grundvallar er eftirfarandi: Hefur gott samstarf heimila og skóla áhrif á námsgengi nemenda? Og í hverju er árangursríkt samstarf fólgið? Til að svara þessum spurningum var aflað heimilda bæði á meðal erlendra og íslenskra fræðimanna. Niðurstöður leiddu í ljós að gott samstarf getur leitt til betri námsárangurs nemenda, auk þess sem aukin þátttaka foreldra í skólastarfinu er talið auka öryggi og bæta viðhorf foreldra gagnvart skólanum, sem skilar sér jafnan í bættum viðhorfum nemenda. Til að auka líkurnar á árangursríku samstarfi verður það að byggjast á faglegum grunni og einkennast af trausti, virðingu og sameiginlegum markmiðum heimila og skóla, þar sem velferð nemandans er ætíð í fyrirrúmi. Niðurstöðurnar ýta undir mikilvægi þess að stuðla að góðu samstarfi heimila og skóla og þá staðreynd að ávinningur af samstarfinu geti orðið umtalsverður sé vandað vel til verka.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_eyrun_lokaskil1.pdf652.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna