is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18948

Titill: 
  • Um notkun „Facial Recognition“ og þá möguleika sem felast í tækninni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Segja má að eftirlit sé eitt af einkennum samfélagsástands okkar daga. Í þessari ritgerð er eftirlit skoðað og þá sérstaklega þegar það kemur að hinni svokölluðu „Facial Recogniton“ tækni. En hver er sú tækni og hvernig fer hún fram? Hvernig má þá nýta hana og hvaða áhrif hefur hún á fólk og samfélagið? Farið er yfir hvort tæknin hafi áhrif á glæpi og hvort sú tækni hafi einnig áhrif á hegðun fólks bæði í almennings- og í neyslurýminu. Þá er „Faceprint“ skoðað og hvernig það tengist notkun okkar á helstu samskiptamiðlum og tenging þess við „Facial Recognition“ tæknina er þá tekin til skoðunar. Í ritgerðinni er einnig reynt að skoða möguleika tækninnar fyrir grafíska hönnun, hvernig hana megi nýta til að miðla upplýsingum á nýjan og jákvæðan hátt. Þá er farið yfir hvort vöktunin hafi áhrif á friðhelgi einkalífsins og þá með hvaða hætti. Einnig er skoðað hvort hægt sé að komast hjá því að vera vaktaður og hvaða ráðum sé hægt að beita til að komast hjá stöðugri vöktun á götum úti sem og í stórmörkuðum.Velt er upp hugmyndum um hvert „Facial Recognition“ tæknin muni leiða okkur í framtíðinni og hvort lög geti komið í veg fyrir misnotkun á viðkvæmum persónuupplýsingum og varið friðhelgi einkalífsins.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba_Einar_Jon_Kjartansson.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna