is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18950

Titill: 
  • Foreldrasamstarf í leikskóla : í fjölmenningarlegu íslensku samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskt samfélag er sífellt að breytast og mikilvægt að leita allra leiða til að takast á við þær áskoranir sem leikskólalífið býður upp á. Verk þetta fjallar um foreldrasamstarf í fjölmenningarlegu íslensku samfélagi.Við undirbúning verkefnisins var farið yfir verk fræðimanna, bæði íslenskra og erlendra, vefsíður um leikskólastarf og fjölmenningu og síðast en ekki síst eigin reynslu sem foreldrar og sem foreldri af erlendum uppruna.
    Unnið var fræðslumyndband sem hvetja á foreldra til samstarfs. Leikskólakennarar geta nýtt það til að ná til foreldra og opna umræðuna um foreldrasamstarf. Samstarf foreldra og leikskóla er einn mikilvægasti kraftur í jákvæðu leikskólastarfi sem stuðlar að vellíðan, heilbrigði og uppbyggilegu námi barna. Auk íslensku er myndbandið á pólsku og ensku. Pólverjar eru stærsti hluti innflytjenda á Íslandi í dag og enska er oft kallað alþjóðlegt tungumál og nýtist því fleirum en þeim sem hafa ensku að móðurmáli.
    Von okkar er að handritið verði þýtt á fleiri tungumál í framtíðinni enda viljum við hvetja alla foreldra til samstarfs við leikskóla barna þeirra. Þeir leikskólar sem setja myndbandið á heimasíðu sína senda jákvæð skilaboð til foreldra og bjóða til samstarfs. Foreldrasamstarf hefur jákvæð áhrif á líðan barna, hegðun og námsárangur. Til að tryggja að menningu allra barna sé veitt rými og athygli, þurfa foreldrar að láta í sér heyra. Skóli og heimili eiga að vera samherjar en ekki aðskildir heimar í lífi barna.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed.Anna Maria Halwa-Halldóra Reykdal Tryggvadóttir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Myndband á pólsku.mp4415.98 MBOpinnFylgiskjöl?Skoða/Opna
Myndban á ensku.mp4455.68 MBOpinnFylgiskjöl?Skoða/Opna
Myndband á íslensku.mp4130.34 MBOpinnFylgiskjöl?Skoða/Opna