Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18952
Verkefni þetta er lokaverkefni til BA-gráðu úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknarspurningin sem ég legg fyrir og leitast við að svara er þessi: Hvernig er farsælast að standa að tómstunda- og íþróttastarfi í fámennum sveitarfélögum? Markmið mitt er að ritgerðin eigi eftir að gagnast fámennum sveitarfélögum á Íslandi.
Fjallað verður um mikilvægi tómstunda, kosti þess og galla að búa í fámennu sveitarfélagi og þær hindranir sem geta átt sér stað í tómstunda- og íþróttastarfi í fámennum sveitarfélögum. Auk þess verða skoðuð þau lög og réttindi sem til eru er varða tómstunda- og íþróttastarf hér á landi. Þar á eftir verður fjallað um niðurstöður á eigindlegri rannsókn sem gerð var um fagumhverfi í tómstunda- og íþróttastarfi tveggja fámennra sveitarfélaga, Dalvíkurbyggðar og Grindavíkurbæjar. Sendir voru spurningalistar á þá aðila sem hafa umsjón með tómstunda- og íþróttastarfi hjá þessum sveitarfélögum og voru niðurstöður byggðar á upplýsingum fengnum þaðan og af heimasíðum sveitarfélaganna.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru umfangsmiklar og ljóst var að erfitt er að heimfæra þær yfir á önnur sveitarfélög þar sem þau geta verið eins ólík og þau eru mörg. Áhersla var lögð á að sjá heildarmyndina og gáfu niðurstöðurnar góða yfirsýn yfir fagumhverfi íþrótta- og tómstundastarfs í Dalvíkurbyggð og Grindavíkurbæ. Bæði sveitarfélögin virðast standa sig ágætlega í íþrótta- og tómstundastarfi og virðast þau vera með góð verkfæri í höndunum. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um sóknarfæri og athyglisvert væri að rýna betur í einstaka þætti.
Lykilhugtök: tómstundir, íþróttastarf, tómstundastarf, fámenn sveitarfélög, fagleg þjónusta, Dalvíkurbyggð, Grindavíkurbær.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_Skemman.pdf | 373,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |