is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18954

Titill: 
  • Bundinn er sá er barnsins gætir : samanburður á fæðingarorlofi þriggja Norðurlanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir sögu og mikilvægi fæðingarorlofs. Leitast er við að sýna þær breytingar sem hafa átt sér stað í velferðarkerfinu hér á landi. Einnig er fæðingarorlof á Íslandi borið saman við tvö önnur Norðurlönd, Noreg og Danmörku, með tillit til lengdar þess og fjárhæðar sem stendur foreldrum/forráðamönnum til boða í fæðingarorlofinu þar. Að auki er komið inn á fjárhag nemenda sem fara í fæðingarorlof. Geðtengsl er tilfinningalegt samband sem myndast milli barns og foreldris þegar barnið er sjö til níu mánaða. Þessi tengsl eru grunnurinn að góðum félagsþroska barnins og því mikilvægt fyrir foreldra að rækta samband sitt við barnið.
    Á Íslandi er fæðingarorlof foreldra alls níu mánuðir eða þrjátíu og sex vikur. Noregur og Danmörk bjóða upp á heldur lengra orlof en Ísland. Í Noregi fá foreldrar allt að fimmtíu og níu vikur í fæðingarorlof en í Danmörku er það fimmtíu og tvær vikur.
    Niðurstöðurnar sýna að Ísland er að dragast aftur úr nágrannalöndum sínum þegar kemur að fæðingarorlofi. Þetta er eitthvað sem Íslendingar þurfa að gera bragarbót á því foreldrar landsins eiga skilið besta velferðakerfi sem fyrir finnst.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.ritgerd.EMP.2014.skemma.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna