Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18957
Í þessu lokaverkefni til BS-gráðu í Íþrótta- og heilsufræðum er farið yfir sögu og þróun blaks á heimsvísu, sem og hérlendis. Upphafi leiksins eru gerð sérstök skil auk þess sem komið er
inn á stöðu blakíþróttarinnar innanlands. Framgangur leiksins er útskýrður með tilliti til helstu reglna og atriða er snúa að leikfyrirkomalagi. Stöður leikmanna eru útskýrðar en um fimm
stöður er að ræða, það er uppspilari, kantmaður, miðjumaður, díó og frelsingi. Annar hluti verkefnisins snýr að þjálfun blaks með tilliti til iðkenda og tækni. Þriðji og ef til vill
notadrýgsti hlutinn er æfingasafn sem nýta má til þjálfunar á þeim tækniatriðum sem nefnd eru.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Blak - Íþrótt fyrir alla (Lokaútgáfa).pdf | 1,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |