is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18960

Titill: 
  • Úr leikskóla í grunnskóla : samfella í námi barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með ritgerðinni er að skoða þætti sem hafa áhrif á farsælan flutning barna úr leikskóla í grunnskóla og hvernig þeir endurspeglast í tengslum skólastiganna. Samfella í námi barna er mikilvæg til að tryggja farsælan flutning milli skólastiga og því skiptir hugmyndafræði, kennsluaðferðir og skipulag leik- og grunnskóla miklu máli. Sýn kennara á nám barna og starfshættir þeirra hafa áhrif á þá samfellu sem á samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011, bls. 74) að vera milli skólastiganna.
    Í þessari ritgerð er byrjað á að fara stuttlega yfir sögu leik- og grunnskóla hér á landi, því næst eru hugtökin flutningur (e. transition) og samfella (e. continuity) skoðuð. Fjallað er um aðalnámskrár út frá tengslum skólastiganna ásamt því að skoða tengsl við félagsmenningarkenningu Vygotskys og síðtímahugmyndir. Þrír lykilþættir samfellu í námi barna eru kannaðir: samfella í hugmyndafræði, sameiginleg sýn á kennslufræði og samfella í skipulagi. Að lokum verða kynnt nokkur þróunarverkefni, sem hafa það markmið að auðvelda börnum flutninginn, og ný sýn í skólahaldi skoðuð sem leggur áherslu á samfellu í námi.
    Ritgerðin getur gangast öllum þeim sem hafa áhuga á samfellu í námi barna og flutningi milli skólastiga. Einnig getur hún gagnast þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hvað felst í samfellu í námi barna og hvaða þýðingu það hefur að hafa sameiginlega sýn á hugmyndafræði, kennsluaðferðir og skipulag leik- og grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Sigríður Pálsdóttir - 2810883199.pdf332.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna